Fréttir

Herrakvöld KA 2013

Herrakvöld KA 2013 verður haldið föstudaginn 10. maí nk. og að þessu sinni í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Herrakvöldið var vel sótt á síðasta ári og það er óhætt að fullyrða að allir hafi skemmt sér mjög vel.

Pub Quiz á morgun miðvikudag!

2. Pub quiz vetrarins verður haldið á morgun miðvikudag í KA-Heimilinu (Júdósal) og hefst fljótlega eftir að leik Dortmund og Real Madrid lýkur. 2 og 2 verða saman í liði líkt og síðast og spurt verður um allt milli himins og jarðar en allar spurningar tengjast þó fótbolta á einn eða annan hátt. 1000 kr kostar inn og verður boðið uppá léttar veitingar meðan á pub quizi stendur gegn vægu gjaldi! Þá geutr fólk getur komið og horft á leikinn í KA-Heimilinu áður en Pub Quizið hefst. Hvetjum alla KA menn að taka kvöldið frá og skemmta sér í góðra manna hópi yfir skemmtilegum spurningum!

Ólafur Hrafn á reynslu til Norwich

Ólafur Hrafn Kjartansson leikmaður 3.flokks KA mun á morgun halda til Englands þar sem enska úrvalsdeildar félagið Norwich hefur boðið honum að koma til æfinga.

Dómaranámskeið í KA heimilinu

Á morgun þriðjudag  verður haldið dómaranámskeið í KA heimilinu kl 20.00. Þóroddur Hjaltalín verður með námskeiði líkt og undanfarin ár. Námskeiðið er að sjálfsögðu öllum opið, engin skráning bara mæta á staðinn.

Myndasafn: Framkvæmdir á KA svæðinu

Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll félagsins hafa staðið yfir síðan í Janúar og miðar vel á áfram. Allt er á áætlun og stefnt á að fyrsta spyrnan verði tekin í byrjun Júní! Með því að smella á linkinn hér að neðan er hægt að sjá myndir sem umsjónarmaður verksins hefur tekið frá upphafi!  Myndir

KA mætir Völsurum í Egilshöll í kvöld

Í dag þriðjudag mun KA liðið halda suður fyrir heiðar og leika gegn Val í lengjubikarnum klukkan 18:30 í Egilshöll í kvöld.

KA 2-4 Víkingur: Tap í kaflaskiptum leik

KA tók á móti Víking Reykjavík í fimmta leik liðsins í lengjubikar karla í dag í Boganum. Þetta var fyrsti leikur KA eftir æfingaferð til Spánar og því smá spenna í fólki fyrir leiknum.

KA tekur á móti Víking á laugardag

Eftir viku æfingabúðir á Spáni er kominn tími á alvöru leik. Á morgun laugardag koma Víkingar frá Reykjavík í heimsókn í Bogann og hefst leikurinn klukkan 15:00 og er skyldumæting fyrir alla KA menn. Kaffisala verður í Boganum en með því að versla kaffi eða súkkulaði styrkjiði um leið knattspyrnudeildinna, þannig mæli með að fólk grípi klinkið sitt með og versli kaffi og með'ví á hlægilegu verði

Fannar, Orri og Ævar skrifa undir nýjan samning

Rétt áður en meistaraflokkur hélt suður á bóginn var pennanum góða kastað á milli manna í KA heimilinu þegar þeir Fannar Hafsteinsson, Orri Gústafsson og Ævar Ingi Jóhannesson skrifuðu allir undir nýjan samning sem gildir til tveggja ára.

Dagur 7 - 2-1 tap gegn slakara liði

Morguninn í dag var heldur eðlilegri en í gær, vöknuðum aftur við fuglasöng og sól og menn fóru sáttir en nokkuð þreyttir í morgunamatinn.