Fréttir

Fjórir leikmenn skrifuðu undir í dag

Penninn var á lofti í KA heimilinu í dag þar sem Bretarnir Brian Gilmour og Darren Lough voru að semja aftur við félagið. Brian hefur verið hjá KA síðan í júlí 2011 en Darren kom til félagsins fyrir síðasta sumar. Ásamt þeim félögum skrifaði Daninn Mads Rosenberg, sem kom á reynslu í janúar, undir samning. Þessir þrír sömdu allir við KA út komandi leiktíð.  Það var síðan Steinþór "Stubbur" Auðunsson sem samdi við KA til næstu þriggja ára.

Pub Quiz í kvöld!!!

Pub quiz knattspyrnudeildar og meistaraflokks verður haldið í kvöld 1.febrúar kl 20:00 í KA-Heimilinu! 1000 kr inn, 2 saman í liði og flottur vinningur í boði! Hægt verður að versla veitingar fyrir nánast ekkert verð á staðnum! Umsjónarmaður verður Jóhann Már Kristinsson og við hvetjum alla KA menn til að mæta og taka þátt í þessarri spurningarkeppni en fólk fær að reyna sig á almennri þekkingu á alheimsfótboltanum! Ekki láta þetta framhjá þér fara, ekkert verð fyrir mikla skemmtun!

Kjarnafæðimótið: Flottur sigur á Dalvík/Reyni

KA mætti Dalvík/Reyni í 3.umferð Kjarnafæðismótsins í Boganum kl 15:15 í dag. Byrjunarlið KA var svipað liðinnu sem vann KF um síðustu helgi.

Getraunaleikurinn hefst aftur eftir stutta pásu

Núna fara getraunirnar á fullt aftur og við byrjum nýjan hópleik n.k laugardag og í þetta sinn fær sá sem lendir í fyrsta sæti ferðavinning með Úrval útsýn. Einnig er fullt af öðrum flottum vinningum.

Gunnar Valur með slitna hásin - Frá í 6-7 mánuði

Í leik KA og KF urðu KA menn fyrir miklu áfalli þegar fyrirliði liðsins, Gunnar Valur Gunnarsson, féll í grasið og var ljóst frá byrjun að meiðsli hans voru alvarleg. Nú hefur það verið staðfest að hásin hans slitnaði og við tekur aðgerð í vikunni og að henni lokinni sjúkraþjálfun og endurhæfingarferli og stefnir fyrirliðinn á að snúa aftur til baka í júlí. 

Kjarnafæðismótið: 7 KA mörk gegn KF um helgina (umfjallanir)

Tveir KA leikir fóru fram á Kjarnafæðimótinu í fótbolta um helgina þegar KA og KA 2 mættu bæði liði KF frá Fjallabyggð, bæði lið unnu góða sigra og má segja að sigur KA 2 hafi komið talsvert á óvart en liðið sigraði 4-0. KA sigraði mjög öruggan 3-1 sigur eftir að hafa lennt 1-0 undir. Með því að smella á lesa meira má lesa umfjallanir KDN um leikina. 

Kjarnafæðismótið: Bæði lið KA mæta KF um helgina

Um helgina munu okkar lið leika sitt hvorn leikinn í Kjarnafæðismótinu.  Á morgun laugardag leikur KA sinn annan leik í mótinu og er mótherjinn að þessu sinni KF frá Fjallabyggð undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar.

Níu leikmenn skrifa undir samninga við KA

Í dag var skrifað undir samninga knattspyrnudeildar KA við níu leikmenn. Þar af framlengdu þrír leikmenn samninga sína, einn leikmaður hefur áður verið á lánssamningi hjá KA en fimm leikmenn voru nú að semja í fyrsta skipti við félagið.

Kjarnafæðismótið hefst á föstudaginn (leikjaskipulag)

Hið árlega knattspyrnumót KDN (Knattspyrnudómarafélag Norðurlands) - sem þetta árið nefnist Kjarnafæðismótið - hefst næstkomandi föstudag þegar Þór og KF mætast í Boganum. Eins og undangengin ár teflir KA fram tveimur liðum í mótinu þar sem annað liðið er að megninu til skipað leikmönnum 2. flokks.

Opna Dorramótið: Nýtt mót Nýtt fyrirkomulag

Þar sem lið hafa þurf að afboða sig útaf veðri þurfum við að breyta mótinu, spilaður verður í einni deild þar sem allir spila við alla.. 1 og 2 sæti spila síðan úrslitaleik