18.12.2012
Öllum KA-mönnum og konum sendi ég mínar innilegustu jóla- og nýárskveðjur með kæru þakklæti fyrir ómetanlegan
stuðning við fráfall tengdasonar míns Steingríms Kr Sigurðssonar.
Kærleikskveðjur til ykkar allra,Ólína
Steinþórsdóttir
13.12.2012
Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk
knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur
út.
10.12.2012
Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram á laugardaginn þegar KA mætti Þórsorum
í Boganum. Eitthvað vantaði af leikmönnum í bæði lið en Þórsarar tefldu þó fram nokkrum reynsluboltum í
byrjunarliðinu.
30.11.2012
3.fl kvenna í knattspyrnu er með RISA BINGÓ í Brekkuskóla á morgun Laugardag.. þar verða fullt af vinningum og má þar nefna sæti
í Arsenalskólanum. Allir vinningar eru 10.000 kr virði eða meira. Bingóið hefst kl 14. sjá nánar á mynd hægrameginn á Kaffi og kaffi
selt í hléi á 350 kr Spjaldið kostar 500 kr Allur ágóði af Bingóinu fer uppí utanlandsferð hjá stelpunum sem farin verður
næsta sumar.
30.11.2012
Tuttugasta og sjöunda N1-mót KA 2013 fyrir 5. flokkk karla verður dagana 3.-6. júlí og því er um að gera að taka helgina frá sem fyrst.
T'ímasetning þessa móts tekur ávallt mið af þeim árlegu mótum sem eru á undan, en um er að ræða þrjú mót
þrjár helgar í röð frá miðjum júní; Pæjumótið í Eyjum, Norðurálsmótið á Akranesi fyrir 7.
flokk kk og Shellmótið í Eyjum fyrir 6. flokk kk. Fjórða helgin er síðan frátekin fyrir N1-mót KA.
25.11.2012
Miðvörðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er genginn á ný í raðir KA eftir átta ára fjarveru frá sínu
uppeldisfélagi. Í dag var gengið frá samningi við Atla Svein sem gildir út tímabilið 2014.
17.11.2012
Úrslit leikja í Greifamóti KA í 3. og 4. flokki kvenna eru sem hér segir:
16.11.2012
Gauta Gautasyni, varnarmanninum knáa í KA, hefur verið boðið til æfinga hjá Brighton & Hove Albion í næstu viku. Hann fer út nk.
sunnudag og æfir í eina viku hjá Brighton.
15.11.2012
KA stendur fyrir sínu fyrsta Greifamóti af fjórum í Boganum í
vetur um næstu helgi, 16. til 18. nóvember. Mótið er fyrir stelpur í 3. og 4. flokki kvenna og koma þátttakendur frá Akureyri, Dalvík og
Egilsstöðum. Spilaður verður 11 manna fótbolti á öllum vellinum.
09.11.2012
Gervigrasvöllur skal vera tilbúinn á KA-svæðinu - milli Lundarskóla og KA-heimilisins - eigi síðar en í maí á næsta
ári. Þetta kemur meðal annars fram í uppbyggingar- og framkvæmdasamningi Akureyrarbæjar og KA, sem Eiríkur Björn Björgvinsson,
bæjarstjóri á Akureyri, og Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, undirrituðu í dag.