Dagur 7 - 2-1 tap gegn slakara liði

Hallgrímur Mar skoraði mark KA úr víti
Hallgrímur Mar skoraði mark KA úr víti
Morguninn í dag var heldur eðlilegri en í gær, vöknuðum aftur við fuglasöng og sól og menn fóru sáttir en nokkuð þreyttir í morgunamatinn.


Æft var klukkan 10 eins og vanalega en æfingin var einkar stutt enda bara hugsuð sem létt upphitun fyrir leikinn seinni partinn, svo menn myndu ná mestu þreytunni úr sér áður en það yrði skellt sér í smá sólbað.

Maturinn í hádeginu var með besta móti í dag og var meðal annars boðið uppá kalkún sem var lostæti, loksins fengum við fuglakjöt sem ekki þurrara en Sahara. Þannig menn borðuðu sig vel sadda af kalkúni, pasta og ávöxtum sem eru reyndar alveg ískyggilega góður hér nálægt miðbaug.

Eftir mat drifu menn sig ýmist útá svalir eða uppá þak til að sleikja síðustu geislanna áður en á klakkann verður haldið á morgun, reyndar þeir leikmenn sem byrjuðu leikinn var bannað að sóla sig eftir mat til að mæta ekki mikið steiktari en vanalega inná völlinn.

Leikurinn hófst svo klukkan 17:00 að staðartíma og var skrýtið að sjá að allir áhorfendurnir sem horðu á leikinn voru mættir klukkutíma fyrr á leikinn, á meðan fólk heima mætir þegar 10-15 mínútur eru búnar og megum við taka spanjólana til fyrirmyndar í þessu.

Mikill vindur var á svæðinu þegar leikurinn fór fram og hafði hann þó nokkur áhrif á leikinn. Okkar menn voru sterkari í fyrri hálfleik og uppskáru mark á c.a 20 mínútu þegar Ævar Ingi náði að vinna vítaspyrnu og Hallgrímur Mar steig á punktinn og skoraði af öruggi. Eftir markið fór að halla undan fæti. Menn virkuðu frekar þreyttir eftir þrotlausar æfingar og leikur liðsins var ekki nógu góður.

Fljótlega í seinni hálfleik náðu heimamenn að jafna leikinn með laglegu marki eftir fínt spil og aðeins 3 mínútum seinna komust þeir yfir eftir klaufagang í vörn KA. Eftir þetta voru KA menn sterkari aðilinn og náðu meðal annars að skora mark sem var þó dæmt af vegna rangstöðu sem var ranglega dæmd.

Niðurstaðan varð 2-1 gegn slakara liði og það var greinilegt að menn voru þreyttir og ekki að spila á sínu besta því á venjulegum degi hefði KA tekið þetta lið sannfærandi. En þessi leikur og þessi ferð fara í reynslubankann og gera liðinu ekkert nema gott.

Núna eru menn bara að sturta sig og gera sig fallega fyrir síðustu kvöldmáltíðina en þá förum við allir saman út að borða og njótum kvöldsins saman.

Síðasti dagurinn er svo á morgun og mun síðasta dagbókin renna inn á síðunna uppúr kaffitíma. 

Yfir og út!