KA liðið mætir vel stemmt inní leikinn eftir góða viku saman og ljóst að hópurinn er þéttari en áður og því gaman að sjá hvernig spilamennskan verður. Hópurinn er í ágætis standi fyrir utan nokkra meidda menn, Brian er frá vegna tognunar í læri, Fannar Freyr er frá vegna tognunar í ökla, Orri Gústafs er frá vegna meiðsla á öxl og svo er Bessi Víðisson er en frá vegna þráðlátra hnémeiðsla.
Aðrir leikmenn ættu að vera heilir og klárir í slaginn. Daninn Carsten Pedersen spilar sinn fyrsta alvöru leik fyrir félagið í leiknum og mun hann byrjar á toppnum eins og við var að búast. Hann sýndi í leik liðsins útá Spáni að þarna er á ferðinni hörkugóður framherji sem er gríðarlega líkamlega sterkur og heldur boltanum vel en er einnig fljótur að losa sig við hann og koma sér inní teig svo þarna er kominn góð ástæða fyrir fólk að mæta á völlinn.
Liðið situr í 6.sæti riðilsins af 8 liðinum en á 1-2 leiki inni á liðin í efri pakkanum, með sigri í leiknum á morgun kemst KA uppí 5.sæti og uppfyrir Víkingana.
Víkingarnir leika í 1.deildinni í sumar líkt og KA og ætla sér líklega stóra hluti. Þeir hafa fengið til sín reynslumikla leikmenn í bland við efnilega og eru því með forvitnilegt lið og auðvitað með Óla Þórðar í brúnni. Þeir hafa spilað leik meira en KA og með tveimur fleiri stig. Í leikjum þeirra hafa verið að meðaltali 5.2 mörk, en þeir hafa fengið á sig 12 en skorað 14.
Leikurinn hefst eins og fyrr segir klukkan 15:00 í Boganum og hvet ég alla KA menn til að drífa sig á völlinn og fylgjast með liðinu frá byrjun! ÁFRAM KA!