27.03.2013
Ólafur Hrafn Kjartansson leikmaður 3.fl karla hefur verið valinn í 18 mann hóp sem fer með U17 ára landsliði Íslands á
Undirbúningsmót í Wales 10. - 14.apríl næstkomandi
26.03.2013
Vekjaraklukkur hringdu um alla borg á ókristilegum tíma í morgun eða þegar klukkan var
við það að slá 5! Þá var það að smala mönnum saman og voru flestir mættir á réttum tíma, klukkan 6:30, í
flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stemmningin í hópnum var mjög góð þrátt fyrir mikla þreytu í mönnum og sáust baugar
undir augum nokkra leikmanna. Við tók innritun og allt sem því fylgir áður en slakað var á í flugstöðinni og morgunmatur
borðaður.
24.03.2013
Meistaraflokkur karla mun á þriðjudagsmorgun halda suður á bóginn, nánar tiltekið
til Murcia á Spáni, þar sem liðið mun halda til í viku og æfa af kappi fyrir komandi átök í 1.deild karla.
20.03.2013
Eins og kom fram í síðustu frétt skrifaði daninn Carsten Pedersen undir samning við
félagið, út komandi tímabil, í KA-heimilinu nú síðdegis. Carsten kveðst spenntur fyrir verkefninu framundan og vill vinna deildina.
20.03.2013
Danski framherjinn Carsten Pedersen skrifaði nú síðdegis undir samning við KA út komandi
tímabil.
15.03.2013
KA tekur á móti ÍA í Lengjubikarkeppni KSI í Boganum kl 21,30 í kvöld
12.03.2013
Bjarki Viðarsson, Ólafur Hrafn Kjartansson og Árni Björn Eiríksson hafa allir verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 ára
landslið Íslands í knattspyrnu.
Æfingarnar fara fram 16. og 17.mars næstkomandi.
08.03.2013
Nú um helgina fer fram Greifamót í 4. fl karla. Sextán lið eru skráð á mótið, lið frá Reykjavík, Austfjörðum
sem og úr nágrannabyggðum. Mótið hófst 15.00 í dag með leik KA og Þórs í A-liðum. Deginum í dag lýkur kl 22.00 og
má sjá úrslit leikja hérna í töflunni hér til hliðar.
26.02.2013
Stelpurnar í 3. flokki kvenna í fótbolta efna til páskabingós í sal Brekkuskóla sunnudaginn 3. mars kl. 13.30. Allur ágóði
bingósins rennur í ferðasjóð stelpnanna, sem stefna að æfingaferð erlendis í sumar. Spjaldið á 500 krónur. Vöfflur og kaffi
til sölu í hléi fyrir 350 krónur. Greiðist með reiðufé, posi verður ekki á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir!
24.02.2013
Í dag lauk Greifamóti KA í 3.fl karla. Þetta var stærsta Greifamótið í þessum flokki sem haldið hefur verið. Á mótið
komu lið frá öllum landshlutum. Keppt var í flokki A liða og flokki B liða. Alls voru þetta 10 félög sem tóku þátt í
mótinu og voru þetta samtals 14 lið.