Fréttir

KA sigraði Fram í Lengjubikarnum

KA hafði sigur á Fram í Lengjubikarnum í Boganum í dag með einu marki gegn engu. Markið skoraði Fannar Freyr Gíslason á 13. mínútu. Í síðari hálfleik misstu KA-menn Hallgrím Mar af leikvelli eftir að hann fékk gula spjalið með tveggja mínútna millibili, á 51. og 53. mínútu. KA lék því einum manni færri bróðurpart síðari hálfleiks.

Lengjubikarinn: KA tekur á móti Fram í Boganum

Við fáum Fram í heimsókn í Bogann á morgun, laugardag, í Lengjubikarnum. Lengjubikarinn er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi tímabil og alltaf spennandi að sjá hvernig leikmenn koma undan vetri, nýir leikmenn standa sig og leikstíllinn sem þjálfarinn leggur upp. Leikurinn hefst kl 17:15 og hvetjum við alla að mæta og sjá strákana taka á móti úrvaldeildarliðinu og styðja þá um leið til sigurs.

Harðjaxl sem klárar það sem hann byrjar á! - Brian Gilmour kominn í þriðja skiptið til KA

Brian Gilmour kom hingað til KA á miðju tímabili árið 2011. Eftir ágætis reynslu af félaginu ákvað hann að framlengja samning sinn og kom aftur síðasta sumar. Þar sannaði hann sig endanlega sem frábæran fótboltamann og mikilvægan hlekk í liðinu. Nú er hann kominn í þriðja skiptið til landsins en hann hefur framlengt samning sinn við KA til loka september.

Greifamót KA í 3. flokki kk í knattspyrnu um helgina

Um komandi helgi verður Greifamót KA í 3. flokki karla í knattspyrnu haldið í Boganum á Akureyri. Mótið hefst á föstudag og því lýkur á sunnudag. Fjórtán lið eru skráð til leiks í mótinu - 7 A-lið og 7 B-lið. Leikjaplan í mótinu er að finna hér.

Aðalfundur knattspyrnudeildar í gær

Tæplega 700 þús. kr. halli varð á rekstri knattspyrnudeildar KA rekstrarárið 2012. Velta deildarinnar á starfsárinu var um 91 milljón króna. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var í gær.

Ævar Ingi valinn í U-19 landsliðshópinn

Ævar Ingi Jóhannesson, kantmaðurinn knái í KA-liðinu, hefur verið valinn í U-19 landsliðshóp Íslands, sem mætir Dönum í tveimur vináttuleikjum í Danmörku á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku.

Myndband: KA sigraði Þór í Kjarnafæðimótinu

KA sigraði Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins á föstudaginn síðastliðinn og nú getur þú séð helstu atvikin úr leiknum hér að neðan.  

KA sigraði Kjarnafæðismótið í fótbolta!

KA-menn höfðu 3-1 sigur á grönnum okkar í Þór í Kjarnafæðismótinu í fótbolta í Boganum í kvöld. KA komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Gunnars Örvars Stefánssonar og Hallgríms Mars Steingrímssonar (víti). Í síðari hálfleik minnkuðu Þórsarar muninn með skallamarki Jóhanns Helga Hannessonar en Hallgrímur Mar gerði út um leikinn með öðru marki sínu fyrir KA undir lok leiksins. 

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður 18. febrúar

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður í KA-heimilinu mánudaginn 18. febrúar kl. 18.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn knattspyrnudeildar KA

Fjórir leikmenn skrifuðu undir í dag

Penninn var á lofti í KA heimilinu í dag þar sem Bretarnir Brian Gilmour og Darren Lough voru að semja aftur við félagið. Brian hefur verið hjá KA síðan í júlí 2011 en Darren kom til félagsins fyrir síðasta sumar. Ásamt þeim félögum skrifaði Daninn Mads Rosenberg, sem kom á reynslu í janúar, undir samning. Þessir þrír sömdu allir við KA út komandi leiktíð.  Það var síðan Steinþór "Stubbur" Auðunsson sem samdi við KA til næstu þriggja ára.