KA mætir Völsurum í Egilshöll í kvöld

Líklegt er að Sandor snúi aftur í ramman í kvöld
Líklegt er að Sandor snúi aftur í ramman í kvöld
Í dag þriðjudag mun KA liðið halda suður fyrir heiðar og leika gegn Val í lengjubikarnum klukkan 18:30 í Egilshöll í kvöld.


Eftir slakan leik um helginna gegn Víking eru Bjarni Jó og hans menn staðráðnir í að sína sitt rétta andlit og stríða valsmönnum í kvöld. Leikmannahópurinn fyrir leikinn er nánast sá sami og síðast og það sama má segja með meiðslalistann. Fastlega má búast við keimlíku byrjunarliði og gegn Víking á laugardaginn.

Eftir 5 leiki í lengjubikarnum er KA í næst neðsta sæti með 4 stig en Valsarar eru í harðri baráttu um að komast áfram en þeir eru í 2.sæti með 12 stig. Þannig það er morgunljóst að okkar bíður erfiður leikur gegn sterku liði.

Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir sunnan þangað til íslandsmótið hefst og eru því allir KA menn sunnan heiða hvattir til að kíkja á liðið og aðstoða þá við að ná í 3 stig! 

Leikurinn hefst klukkan 18:30 í Egilshöll!