Fréttir

Umfjöllun: Sigur gegn Selfossi í fyrsta leik

KA-menn sóttu þrjú góð stig á Selfoss í dag þegar þeir léku gegn heimamönnum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en yfir allt var KA mun sterkari aðilinn í leiknum.

Suðurland FM sendir beint út frá leiknum í dag

Útvarpsstöðin Suðurland FM 96.3 á Selfossi mun senda út frá leik Selfoss og KA í dag, leikurinn hefst kl 15.00. Hægt er að hlusta á Suðurland FM á netinu á heimasíðu þeirra, www.963.is - Áfram KA!

Upphitun: Selfoss - KA kl 15.00 í dag

Loksins er komið að því að 1.deildin hefist. Klukkan 15.00 í dag verður flautað til leiks á Selfossvelli, sem margir telja besta gras lansins. Eins og flestir hafa séð þá er KA spáð 2.sæti í deildinni af fyrirliðum og forráðamönnum félagana.  Selfoss hinsvegar er spáð 5. sæti í deildinni.

1.Dagur: Fyrirliðar og þjálfarar spá KA 2.sæti í sumar

Vefsíðan Fótbolti.net stendur árlega fyrir spá fyrir 1.deild karla þar sem þeir fá fyrirliða og þjálfara 1.deildar til að spá fyrir um úrslit deildarinnar með því að gefa hverju liði stig frá 1-11 en bannað er að setja sitt lið í spánna. Spáinn hefur verið birt á vefnum frá 12.sæti og niður og komum við KA menn uppúr pottinum í dag og er spáð 2.sæti og því Pepsideildar sæti að ári.

1.dagur: KA menn spá í spilin fyrir tímabilið

Á morgun hefst 1.deild karla eftir langa bið. Okkar menn ferðast til Selfoss og leika þar við heimamenn, mikil eftirvænting ríkir fyrir tímabilinu og fékk heimasíðan nokkra vel valda KA-menn til að spá fyrir um tímabilið.

Mikil stemning fyrir herrakvöldinu

Miðasala á herrakvöld KA, sem haldið verður næstkomandi föstudag í Hlíðarbæ, gengur vel og mikil stemning er tekin að myndast fyrir herlegheitunum. Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk og áætlað er að borðhald hefjist kl. 19.45. Boðið verður upp á glæsilegt hlaðborð frá Goya Tapas Bar og kaffi, konfekt og koníak að kvöldverði loknum.

Um 350 keppendur á Greifamót ynstu flokkanna

Greifamót yngsti flokkanna fór fram laugardaginn 4.maí þar sem lið í 6.fl kvenna, 7.fl kvenna og karla og 8.flokk kepptu. Spilað var í 5 manna liðum og var spilað á 8 völlum í boganum. Til leiks mættu lið frá, KA, Þór, Hetti, Hvöt, Tindastól, Völsung, KF, Dalvík, Samherjum og Magna.

Glæsilegur KA trefill væntanlegur

Nýr glæsilegur KA trefill er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Vinna að hönnun og undirbúningur fyrir framleiðslu hefur staðið yfir síðan í janúar.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA

Árlegt kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið í KA heimilinu föstudaginn 3. maí kl. 20.30. Við hvetjum alla KA-menn til þess að koma og eiga ánægjulega stund með stuðningsmönnum og leikmönnum.

2.fl karla spilar fótbolta í 24 klst

Klukkan 12.00 laugardaginn 27.apríl í KA heimilinu hefst sólahrings fótbolti hjá 2.flokk Karla hjá KA. Strákarnir eru að leita af fólki til að heita á sig í þessu maraþoni. Mikið er um ferðalög hjá 2.fl sérstakalega í ár þar sem félagið teflir fram tveimur liðum í Íslandsmóti. Ef þú hefur hug á að styrkja strákana þá eru upplýsingar hér fyrir neðan. Þeir sem vilja styrkja strákana með áheitum geta lagt inn á reikning: 0162-26-107110, kt 510991-1849