KA tók á móti Víking Reykjavík í fimmta leik liðsins í lengjubikar karla í dag í Boganum. Þetta var fyrsti leikur KA eftir æfingaferð til Spánar og því smá spenna í fólki fyrir leiknum.
Okkar menn byrjuðu leikinn ágætlega en fyrstu 10 mínúturnar pressuðu þeir Víkinga framarlega og tókst að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stað en náðu þá ekki að gera sér mat úr því
Snemma í hálfleiknum hrundi leikur liðsins algjörlega og var eins og menn væru bara þreyttir. Víkingarnir sóttu hart að marki KA og uppskáru mark á 20.mínútu.
Eftir markið færðist smá líf í leik KA og virtust þeir ranka aðeins við sér, ljóst var samt að liðið var að spila langt frá sínu besta. Á 30 mínútu voru okkar menn komnir framarlega á völlinn og héldu boltanum vel áður en fyrirgjöf var reynd, Víkingar unnu boltann og geistust upp kanntinn, fyrirgjöf Víkinga fór svo í hönd Darren Lough að mati dómarans og var hann ekki lengi að smella flautunni uppí sig og flauta víti. Vítið var öruggt og Víkingar komnir í 2-0 eftir 33.mínútur.
Aðeins örfáum mínútum síðar æxlast leikar þannig að KA er komið í svipaða stöðu og Víkingarnir nokkrum mínútum síðar, boltinn kemur fyrir og þar fer boltinn í hönd leikmanns Víkings en í þetta skiptið hélt dómarinn flautunni niðri.
Nokkrum andartökum seinna komast Víkingar í 3-0 eftir klaufagang í vörn KA.
Staðn 3-0 í hálfleik í vægast sagt lélegum leik hjá okkar mönnum. Tvær breytingar voru gerða í hálfeik, inná komu þeir Kristján Frey (Ómar) og Ívar Guðlaugur (Haukur). Mads féll niður í miðvörðinn, Bjarki varð djúpur, Ævar fremstur á miðjunni, Kristján hægri bak og Ívar hægri kanntur.
Það var nánast annað lið sem kom inná í seinni hálfleikinn enda fengu drengirnir góðan hárblásara frá Bjarna þjálfara. KA hélt boltanum betur og sóttu framar á vellinum og var mikli meiri ákefð og vilji í liðinu.
Fyrsta færið kom þó ekki fyrr en á 63 mínútu þegar Bjarki fær boltann útí teiginn eftir góða skyndisókn og hamrar boltanum í slánna og niður í grasið og ljóst að boltinn var ansi nálægt því að fara yfir línunna.
Eftir þetta var leikurinn eign KA manna sem sóttu og sóttu og pressu stíft, það var svo Hallgrímur Mar sem minnkaði muninn á 67.mínútu með frábæru marki. Hann fékk boltann á vinstri hliðinna á sér rétt fyrir utan teig, pikkaðu boltanum upp og hamraði í fjær hornið.
Á 71.mínútu fór svo Carsten Pedersen útaf en hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir KA og stóð hann sig mjög vel, var með bestu mönnum og morgunljóst að það nýr margt í þessum 23 ára gamla dana. Inná kom hinn hávaxni Gunnar Örvar.
Tveimur mínútum síðar fær Hallgrímur boltann á miðjum vallarhelmingi Víkinga og eins og elding sólar hann 4 leikmenn Víkinga og smellir boltanum í nær hornið fyrir utan teig, ótrúlegt mark vægast sagt hjá Hallgrími og staðan orðin 2-3 og 18 mínútur eftir.
Eftir markið gerðist þó fátt markvert, KA hélt pressunni áfram og Víkings menn gerðu margt til þess að tefja leikinn og komust upp með það. Það voru svo Víkingarnir sem áttu seinasta orðið í leiknum en Mads tapaði boltanum í vörninni og framherji Víkinga fékk stungu sendingu innfyrir og vippaði laglega yfir Steinþór í markinu.
Lokatölur urðu því 2-4 fyrir Víking og það er deginum ljósara að það býr meira í okkar mönnum en leikurinn gefur til kynna.
Næsti leikur er gegn Val á þriðjudaginn í Egilshöll kl 18:30 og hvetjum við auðvitað alla KA menn sunnan heiða að gera sér ferð í grafarvoginn! ÁFRAM KA