Ólafur Hrafn á reynslu til Norwich

Ólafur Hrafn með Greifamótsbikarinn fyrr í vetur.
Ólafur Hrafn með Greifamótsbikarinn fyrr í vetur.
Ólafur Hrafn Kjartansson leikmaður 3.flokks KA mun á morgun halda til Englands þar sem enska úrvalsdeildar félagið Norwich hefur boðið honum að koma til æfinga.


Ólafur er fæddur 1997 og spilar á miðju eða kanti. Hann vakti athygli Norwich nú fyrir skömmu þegar hann lék með U-16 landsliði íslands í Wales þar sem hann lék í öllum leikjum liðsins. 

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Ólaf og alltaf gaman þegar ungir KA menn fá tækifæri til að leita á vit ævintýranna en ljóst er að okkar maður mun dvelja í Englandi í 10 daga og æfa þar með unglingaliði Norwich.

Heimasíðan óskar Ólafi góðs gengis.