Yngstu krakkarnir
Greifamót yngsti flokkanna fór fram laugardaginn 4.maí þar sem lið í 6.fl kvenna, 7.fl kvenna og karla og 8.flokk kepptu. Spilað var í 5 manna
liðum og var spilað á 8 völlum í boganum. Til leiks mættu lið frá, KA, Þór, Hetti, Hvöt, Tindastól, Völsung, KF,
Dalvík, Samherjum og Magna.
Þetta voru um og yfir 350 krakkar sem þarna spiluðu fótbolta frá kl 9.30 til 13.30. Eins og gengur og gerist fylgir fjöldi fólks þessum krökkum
þannig það var mikið líf og fjör í boganum þennan dag.
Skemmtanagildið var aðalþátturinn á þessu móti og voru engin úrslit skráð. Eftir mót fengu allir þáttakendur
viðurkenningapening og pizzuveisla í kjölfarið af því.
Eftir helgi kemur myndasyrpa frá mótinu.