Miðasala á herrakvöld KA, sem haldið verður næstkomandi föstudag í Hlíðarbæ, gengur vel og mikil stemning er tekin
að myndast fyrir herlegheitunum. Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk og áætlað er að borðhald hefjist kl. 19.45. Boðið verður upp á
glæsilegt hlaðborð frá Goya Tapas Bar og kaffi, konfekt og koníak að kvöldverði loknum.
Veislustjóri verður vængmaðurinn fljúgandi Andrés Vilhjálmsson og ekki er ólíklegt að hans “alter
egó” – hinn heimsþekkti Dredz – láti ljós sitt skína. Ræðumaður kvöldsins verður enginn annar en Ragnar
“Sót” Gunnarsson, Skriðjökull og því mega gestir eiga von á öllum fjandanum! Einnig mun sjálfur Eldfuglinn – Karl Örvarsson
– mæta með kaffivélinni og með alla vini sína í farteskinu. Auk þessara snillinga verður húsbandið á sínum stað
ásamt óvæntum uppákomum.
Miðaverði er stillt í hóf og er aðeins kr. 4.990. Leikmenn meistaraflokks munu svo sjá um að koma öllum gestum til síns heima
með glæsibrag. Forsala aðgöngumiða er í KA heimilinu og nánari upplýsingar veita Hlynur í síma 863 1468 og Ólafur í síma
824 2720.
KA herramenn! Smellið nú kossi á frúna og notið þetta einstaka tækifæri til þess að komast í
Hlíðarbæ á vel mannaða samkomu sem enginn má missa af.