1.Dagur: Fyrirliðar og þjálfarar spá KA 2.sæti í sumar

Hallgrímur Mar verður klárlega einn af lykilmönnum liðsins í sumar
Hallgrímur Mar verður klárlega einn af lykilmönnum liðsins í sumar
Vefsíðan Fótbolti.net stendur árlega fyrir spá fyrir 1.deild karla þar sem þeir fá fyrirliða og þjálfara 1.deildar til að spá fyrir um úrslit deildarinnar með því að gefa hverju liði stig frá 1-11 en bannað er að setja sitt lið í spánna. Spáinn hefur verið birt á vefnum frá 12.sæti og niður og komum við KA menn uppúr pottinum í dag og er spáð 2.sæti og því Pepsideildar sæti að ári.
Þetta er að sjálfsögðu bara spá en greinilegt að önnur lið líta á KA liðið sem mikla ógn.

KA hlaut 192 stig í spánni eða 4 meira en Haukar sem spáð er 3.sætinu. Grindvíkingum sem féllu úr Pepsi deildinni er svo spáð 1.sæti en ekki er komið í ljós þegar þetta er skrifað hversu mörg stig þeir hlutu.

Sérfræðingur Fótbolta.net er Garðar Gunnar Ásgeirsson en hann er fyrrum þjálfari Leiknis Reykjavík, hér að neðan er hægt að sjá hvernig hann metur liðið.

Styrkleikar: Að mínu mati liggja styrkleikar KA í öftustu línu. Þeir koma til með að spila öflugan varnarleik með góðan markmann fyrir aftan sig. Miðjan er einnig öflug og varnarleikur liðsins í heild ætti að vera ansi öflugur. Liðið er með gríðarlega reynslu. 

Veikleikar: Ég ætla að setja smá spurningamerki við sóknarleikinn. Þó er nokkuð ljóst að Bjarni mun spila sitt 4-3-3 leikkerfi með fljóta og skeinuhætta kantmenn. 

Lykilmenn: Atli Sveinn Þórarinsson, Darren Lough sem mér fannst frábær í fyrra og Hallgrímur Mar Steingrímsson. 

Gaman að fylgjast með: Hvernig Bjarni nær að púsla saman breyttu en afar vel mönnuðu KA-liði í ár.