Fyrsti trefill - sjóðheitur úr vélinni
Nýr glæsilegur KA trefill er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Vinna að hönnun og undirbúningur fyrir framleiðslu
hefur staðið yfir síðan í janúar.
Trefillinn er framleiddur af Foster Enterprises í Leeds en þar á bæ hafa menn áralanga reynslu af hönnun og framleiðslu trefla og annarra
íþróttatengdra vara. Trefillinn er nú fullmótaður og fór í fjöldaframleiðslu í gær.
KA-menn geta látið sig hlakka til að skarta þessum fína trefli í sumar.