Bjarni Jónsson úrsmiður og Íslandsmeistari – 2.sætið
Ég er bjartsýnn á þetta sumar, við lendum í 2 sæti eftir baráttu við Grindavík um fyrsta sætið en það skiptir auðvitað ekki máli við verðum komnir upp þegar 2 umferðir eru eftir.
Ég hef trú á góðu gengi hjá KA mönnum þetta sumarið. Stór og þéttur hópur og sérstaklega sterkt að fá Atla Svein inn og varnarlega er liðið mjög sterkt. Mikilvægt að Gunnar Valur jafni sig sem fyrst á sínum meiðslum og gerir hann það væntanlega fljótt þar sem hann er genatískt undur. Verða kárlega í baráttunni um að fara upp í sumar og spái ég að þeir muni lenda í 2. sæti.
Liðið okkar er það sterkasta sem við höfum haft síðustu ár og í raun fyrsta skiptið í nokkur ár sem við höfum haft mannskap til að gera alvöru atlögu að Pepsideildarsætinu. Ég hef trú á því að þetta verði fjögur lið sem verði í baráttunni í sumar og vona að við verðum í öðru af þessu dýrmætu sætum næsta haust þegar tímabilið verður gert upp.
Það er spennandi sumar í vændum! Við erum með einn allra best þjálfara á Íslandi í brúnni, góða blöndu af leikmönnum og sterkt bakland. Ég er alltaf alveg svakalega bjartsýnn í upphafi móts en núna finn ég að það er 100% innstæða fyrir bjartsýninni og því segi ég að við löndum fyrsta sætinu örugglega og segjum loksins skilið við þessa helv. 1. deild. Svo ég blandi sjálfum mér inn í þetta þá verð ég ekki á landinu í sumar (en ég er farinn að halda að það fylgi mér nett bölvun, ég bý núna í Sunderland á Englandi og sjáið bara hvernig fór fyrir þeim í vetur!) þannig að það verður gaman að sjá hvernig það reynist (maður verður að reyna allt!). Áfram KA, upp með seglin, förum alla leið!!
Mér finnst erfitt að spá hvar KA liðið á eftir að enda í sumar. 1. deildin er fáránlega jöfn, svona fyrirfram allavega, og ég hef ekki trú á því að það sé eitthvað eitt lið sem stingur af. Ég hef jafnvel trú á því að það verði alveg 6-7 lið í góðum pakka og hin liðin berjist um fallið. KA hefur held ég ekki átt jafn mikinn möguleika á að fara upp í langan tíma og vonandi tekst það í þetta skiptið, en það verður erfitt. Ég held að það verði Fjölnir, KA, Haukar og Víkingur R. sem verða í mikilli baráttu. Leiknir, Þróttur, Grindavík og Selfoss eru óskrifuð blöð hjá mér en þó hef ég mjög litla trú á Selfossi og ég trúi ekki öðru en að KA byrji á góðum útisigri á Selfossi og byggji ofan á það. Hallgrímur og Bjarki verða að sjálfssögðu lykilmenn og Hallgrímur endar næstmarkahæstur í deildinni á eftir bróðir sínum.
Í lok tímabils á eftir að verða mjótt á mununum en ég trúi því og treysti að þetta verði gott ár hjá KA og liðið endar í top2. Með liðinu í baráttunni verða Víkingur, Fjölnir, Haukar og hugsanlega Grindavík, Leiknir og Þróttur.
Svo má auðvitað ekki gleyma stórveldinu frá Húsavík sem gæti skotist þarna inn bakdyramegin
Spáin mín er 1. sætið