Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA

Árlegt kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið í KA heimilinu föstudaginn 3. maí kl. 20.30.
Við hvetjum alla KA-menn til þess að koma og eiga ánægjulega stund með stuðningsmönnum og leikmönnum.

Til sölu verða ársmiðar á heimaleiki KA í sumar en við hvetjum stuðningsmenn eindregið til þess að styðja KA og kaupa ársmiða.

Einnig verða til sölu miðar á Herrakvöld KA sem haldið verður þann 10. maí nk. þar sem Andrés Vilhjálmsson mun sjá um veislustjórn og Ragnar Sót Gunnarsson Skriðjökull um ræðuhöld.

Á kynningarkvöldi verður að sjálfsögðu boðið upp á léttar veitingar.

Sjáumst á föstudaginn í KA heimilinu.