Úrslitaleikurinn færður til kl 19:00

Nú er komið á hreint að úrslitaleikur 4. flokks kvenna verður í Boganum kl 19:00 í kvöld. Flugfélagið hefur ekkert verið að fljúga í dag þannig að Valsmenn hafa ekki komist til Akureyrar. Þær eiga flug núna kl 16:45 sem gefur auga leið að ekki er hægt að spila kl 17:00.

Leikurinn hefur því verið færður til kl 19:00 og verður að vera í Boganum þar sem birtuskilyrði eru ekki nægilega góð á Akureyrarvelli þegar líður á leikinn.

Allir að fjölmenna í Bogann kl 19:00!