Tap og 3 vítið sem fer forgörðum

Mynd/Sævar Geir
Mynd/Sævar Geir
KA og Haukar mættust í kvöld á Akureyrir. Fyrir leikinn voru Haukar í 3.sæti með 28 stig meðan KA var í 7.sæti með 23 stig. KA þurfti nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætluðu að eiga einhvera möguleika á því að komast upp og Haukar þurfti sigur til að halda áfram þeirri baráttu.


Fyrstu mínútur voru bæði lið að þreyfa fyrir sér og voru frekar opin til baka. Spurningin var hvort liðið næði að nýta sér opnanir í vörnini. Það voru Haukar sem voru fyrri til og náðu að skora á 7 mín leiksins þegar Bjarni Benidiktson fær boltann rétt fyrir utan vítateig KA manna. Hann nær að klöngrast framhjá 4  KA mönnum og leggur boltann í markhornið hægrameginn og Sandor átti ekki möguleika í boltann.

Eftir markið lifnuðu KA menn við. Þeir voru hættulegri fram á við þar sem Ævar Ingi Jóhannesson var hvað hættulegastur. Á 13 mín leiksins kemur bolti frá hægri inní teginn, Sigmar var illa staðstettur og fær boltann yfir sig. Á fær lúrir Ævar Ingi með opið markið fyrir fram sig en varnarmaður Hauka nær að komast fram fyrir hann og bjargar á marklínu.

Carsten Petersen fékk síðan dauða færi eftir að Ævar Ingi hafði gefið inní. Carsten fær hann á markteig með bakið í markið. Hann nær að snú á varnarmannin og skýtur beint í Sigmar í markinu.

Það var síðan Ivan Dragicevic sem átti skall eftir horn en beint á Sigmar. Þetta var undir lok fyrri hálfleiks og Haukarnir með 1-0 forustu í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði rólega. Fyrstu 10 mín gerðist fátt marktækt. Eftir það komu KA sterkir inní leikinn og voru mun hættulegri og líklegri til að skora. Sóknarþungi KA mann bar síðan árangur þegar að Ómar Friðriksson kemur boltanum inní teig á Orra Gústafs sem nær fyrirgjöf fyrir markið, boltin fer framhjá Carsten en Bjarki Baldvinsson var mættur á fær og tæklaði boltann inn af stuttu færi. 1-1 á 63 mín

Það leið ekki langur tími þangað til Haukar náður að svara fyrir sig og komst yfir aftur. á 67 mín kemur Hilmar Traust upp kanntin rennir honum út á Ásgeir Þór Ingólfsson sem skýtur í KA mann og inn. Ágeir nýkominn inn af bekknum og kemur Haukum yfir 2-1.

Eftir þetta sóttu KA menn áfram stíft en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi. Haukar lögðust vel aftur og gerðu KA erfitt fyrir með fínum varnarleik.

Á 77 mín kom einkennileg skipting hjá KA þegar þeir taka Ævar Inga útaf sem var búinn að vera lang hættulegasti leikmaður KA fram á við.

KA sækir og sækir en ná ekki að komast í almennileg færi en fullt hálffærum. Haukar virtust vera að landa sigri. En KA fékk síðan dæmda vítaspyrnu á 89 mín leiksins og KA gerðu sér þar með vonir um ná a.m.k. stigi úr leiknum. Bessi Víðisson fór á punktinn, hann tekur hik í aðhlaupinu að boltanum og skýtur síðan lausu skot í hægra hornið þar sem Sigmar var löngu mættur og ver boltann léttilega.

KA reyndu eins og þeir gátu að koma boltanum inn í markið og var Gunnar Örvar mjög nálagt því þegar hann skallar boltann á markteig í Haukamann sem stóð á línunni. Einhverjir vilja meina að hann hafi farið í höndina á Haukamanninum en Magnús Þórisson var ekki á sama máli og dæmri ekkert.

Leiknum lauk því með sigri Hauka sem voru varnarsinnaðir og beittu skyndisóknum. En KA sem fyrr í vandræðum á síðasta þriðjung vallarins.