Fréttir

Umfjöllun: 7-0 sigur á Magna í Borgunarbikarnum

KA vann í kvöld Magna 7-0 í 2. umferð Borgunarbikarsins. Staðan í hálfleik var 5-0 og bætti KA við tveimur mörkum í síðari hálfleik.

KA - Magni í Borgunarbikarnum

KA og Magni mætast í Borgunarbikarnum á morgun á KA-vellinum kl. 19.15

Umfjöllun: Tap í fyrsta leik gegn Víkingi Ó.

KA tapaði fyrsta leik sumarsins gegn Víkingi Ó. 2-3 eftir markalausan fyrri hálfleik. Gunnar Örvar og Arsenij Buinickij skoruðu mörk KA.

Grillaðar pylsur og djús á fyrsta heimaleik tímabilsins.

Leikmenn meistaraflokks Þór/KA ætla að grilla fyrir yngri flokkana okkar á laugardaginn.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar

Kynningarkvöld meistaraflokka KA og Þór/KA í knattspyrnu fer fram kl 20:00 á föstudaginn í KA-heimilinu.

Bjarni Jó: "Við erum hvergi bangnir"

Eftir langan vetur er sól tekin að hækka verulega á lofti og það þýðir bara eitt; boltinn er byrjaður að rúlla. Úrvalsdeildin er nú þegar komin í gang og nk. laugardag verður fyrsta umferðin í 1. deild karla

Vinningshafar happdrætti meistaraflokks KA

Í dag var dregið í happdrætti meistaraflokks KA í knattspyrnu árið 2014. Vinningar voru alls 60 talsins, að verðmæti 972.240 krónur. Afar ánægjulegt var að selja miðana þar sem okkur var hvarvetna mjög vel tekið og kunnum við öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir. Eins þökkum við kærlega öllum fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu til vinninga og gerðu þannig happdrættið mögulegt.

KA vann Tindastól í æfingaleik

KA vann Tindastól í æfingaleik 3-0 í dag á KA-vellinum.

Stórsigur á Færeyjum hjá stelpunum í U17

Anna Rakel, Harpa og Saga Lif léku allar í 5-1 sigri U17 á Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast.

Tap gegn N-Írlandi hjá stelpunum í U17

Saga Líf var í byrjunarliði og Anna Rakel og Harpa komu inn á í seinni hálfleik þegar U17 tapaði gegn N-Írlandi.