Kynningarkvöld knattspyrnudeildar

Kynningarkvöld meistaraflokka KA og Þór/KA í knattspyrnu fer fram kl 20:00 á föstudaginn í KA-heimilinu.

Bjarni Jóh. kynnir drengina sem munu spila fyrir okkur í 1. deildinni í sumar og Jóhann Kristinn kynnir stúlkurnar sem munu spila í Pepsideildinni.

Léttar veitingar verða í boði og hægt verður að kaupa ársmiða á leiki KA og Þór/KA á staðnum.

Hvetjum sem flesta til að koma og fá smjörþefinn af sumrinu. Alvaran hefst svo á laugardaginn þegar við ætlum okkur þrjú stig gegn Víking Ólafsvík á gervigrasinu okkar!