Tap gegn N-Írlandi hjá stelpunum í U17

Anna Rakel, Harpa og Saga Líf
Anna Rakel, Harpa og Saga Líf

Saga Líf byrjaði sem vinstri bakvörður og var tekin útaf á 54. mínútu leiksins. Anna Rakel og Harpa byrjuðu á varamannabekknum að þessu sinni og komu inn á 65. mínútu. Þórsarnir Andrea Mist var fyrirliði og spilaði alla

Umfjöllun um leikinn af www.ksi.is:
Heimastúlkur komust yfir strax á 8. mínútu leiksins og bættu svo við marki tólf mínútum síðar.  Það var hinsvegar íslenska liðið sem réð ferðinni lengst af í fyrri hálfleiknum en mörkin voru norður írsk og þar skildi að liðin í leikhléi.

Seinni hálfleikur var með svipuðu móti og sá fyrri, íslenska liðið sótti mun meira en náði ekki að skapa sér færi gegn sterkri vörn heimastúlkna.  Þær norður írsku fengu eitt gott færi í seinni hálfleiknum sem annar var tíðindalítill.  Mörkin ekki fleiri og heimastúlkur fögnuðu öðrum sigri sínum í þessu móti.

Þetta var annar leikur íslenska liðsins en sigur vannst á Wales í fyrsta leiknum, 4 – 0.  Síðasti leikur liðsins í mótinu er svo gegn Færeyingum og fer sá leikur fram miðvikudaginn 16. apríl.