Á morgun, þriðjudaginn 13. maí koma Magnamenn í heimsókn til okkar og etja kappi við okkur í Borgunarbikarnum. Leikurinn hefst kl. 19.15.
Magni leikur í 3. deildinni í sumar og er fyrsti leikur þeirra í deildinni á laugardaginn er þeir fá Einherja í heimsókn.
KA lék eins og flestum er kunnugt sinn fyrsta leik í deildinni á laugardaginn síðastliðin er liðið beið lægri hlut fyrir Víkingum frá Ólafsvík 3-2.
Við hvetjum alla til að mæta á leikinn á morgun og styðja við bakið á liðinu.
Áfram KA!