Í dag var dregið í happdrætti meistaraflokks KA í knattspyrnu árið 2014. Vinningar voru alls 60 talsins, að verðmæti 972.240 krónur. Sala miðanna gekk afar vel og seldust 1440 miðar. Afar ánægjulegt var að selja miðana þar sem okkur var hvarvetna mjög vel tekið og kunnum við öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir. Eins þökkum við kærlega öllum fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu til vinninga og gerðu þannig happdrættið mögulegt.
Vinningaskrána í heild sinni má finna hér að neðan en fyrstu þrjú sætin voru eftirfarandi:
Vinninga er hægt að vitja eftir páska þann 22. apríl eða síðar, með því að koma í KA-heimilið, vinningshafar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í tölvupósti á kahappdraetti@gmail.com. Einnig er hægt að hafa samband við Hrannar Björn 849-1364.
Áfram KA!