Treflarnir glæsilegu!
Á morgun ætlum við að hafa með okkur trefla til Ólafsfjarðar og geta menn þá verslað sér þar. Verðið er eins og
áður segir 2.500 krónur, hinsvegar ef fólk kaupir 3 eða fleiri þá er verðið 2.000 krónur á stykkið.
Það eru aðeins 40 mínútur til Ólafsfjarðar og liðinu okkar veitir ekki af stuðningnum ! Fjölmennum því til
Ólafsfjarðar.
Einnig ætlum við að grilla ofaní þá sem vilja, vera með hamborgara og með því á 500 krónur. Hægt er að hafa samband
við Ólaf í síma 824-2720 eða Ragnar í 865-1712 til að fá nánari upplýsingar um hvar við verðum.
Viljum við vekja athygli á því að við getum því miður ekki verið með posa á okkur og því aðeins hægt að
greiða með peningum.