Okkar menn byrjuðu leikinn af miklu krafti og pressuðu hátt á Fjölnismenn, á fyrstu 10 mínútunum var liðið búið að skapa sér 2-3 fín færi og var að spila fallegan fótbolta. Á 17. mínútu bjó Hallgrímur Mar til hættulegasta færi háfleiksins þegar hann tók bakvörð Fjölnis á og reyndi að smyrja boltann í fjær hornið en markvörður Fjölnis varði á ótrúlegan hátt.
Það sem eftir lifði hálfleiksins var það sama uppá teningunm og Fjölnismenn náðu ekkert að skapa sér þrátt fyrir 3 horn en engin hætta stafaði af þeim.
Seinni hálfleikur var svipaður en Fjölnismenn komu sér þó betur inní leikinn fyrstu 15 mínúturnar en án þess þó að ógna. KA menn héldu áfram að spila sinn bolta og gerðu það vel.
Brian lék eins og herforingi á miðjunni og átti vægast sagt magnaðan leik en hann átti einmitt frábæra sendingu á Mads Rosenberg á 60. mínútu sem snéri rétt fyrir utan teig og smellti boltanum uppí samúel fjær og KA komið í 1-0.
Annað mark KA lá í loftinu það sem eftir lifði leiks en engin dauðafæri litu þó dagsins ljós, það var hins vegar á 89. mínútu sem Fjölnismenn fá hornspyrnu og eftir atgang í teignum syngur boltinn í netinu og Fjölnir búnir að jafna leikinn, vægast sagt gegn gangi leiksins.
Þrátt fyrir fína tilraun til að komast yfir á nýjan leik í uppótartíma tókst það ekki og niðurstaðan því einkar súrt jafntefli eftir frábæran leik af hálfu KA.
Maður leiksins: Brian Gilmour