Upphitun fyrir leik KA og Víkings

Við fírum upp í grillinu kl. 12.30
Við fírum upp í grillinu kl. 12.30
Eins og kunnugt er spila okkar menn við Víkinga á morgun, laugardag, kl. 14.00 á Akureyrarvelli. Upphitun fyrir stuðningsmenn KA hefst kl. 12.30 í veislutjaldi við norðurenda vallarins. Grillaðir verða hamborgarar, hinir glæsilegu KA treflar verða til sölu og hægt verður að kaupa miða á völlinn. Allir eru velkomnir en börn verða að vera í fygld með fullorðnum.