Fjallabyggð á morgun

Áfram KA.
Áfram KA.
Það er ekki langt ferðalag sem við eigum fyrir höndum á morgun KA menn  en  næsti leikur okkar  fer fram á Ólafsfirði og hefst hann kl 14. Gestgjafar okkar Fjallabyggð hafa  farið  vel af stað á mótinu, ótrúlega nálægt sigri  gegn  Fjölni (við þekkjum þá) í fyrstu umferð og gerðu jafntefli í annar umferð gegn Leikni.

Fjallabyggð því augljóslega ekki með  lið sem  hægt er að taka létt og við vitum það mæta vel.   Þetta verður fyrsti heimaleikur þeirra í fyrstu deild um nokkurt skeið og  ljóst að stuðningsmenn liðsins munu ekki láta sig vanta.  Sama  vonum við að segja megi um  stuðningsfólk KA enda ekki á hverjum degi sem  einungis þarf að fara 61 km  til horfa á útileik.

Þetta er leikur sem við ætlum og verðum að vinna  og með góðum stuðning áhorfenda  og  mikilli báráttu leikmanna og þolinmæði ætti heimferð að geta verið ánægjuleg.

Minnum á að hinir glæsilegu KA treflar verða til sölu á morgun en óhætt er að segja að þeim hafi verið afar vel tekið.

Koma svo, áfram K.A.