Bikarinn hefst með leik gegn Magna í kvöld

Í kvöld verður flautað til leiks í Borgunarbikarnum þegar KA fær 3.deildarlið Magna í heimsókn en leikið verður í Boganum! Leikurinn hefst klukkan 18:00 og eru allir KA menn hvattir til að leggja leið sína á völlinn til að hvetja okkar menn!

Þess má geta að ársmiðasala er enþá í fullum gangi og hægt er að kaupa miða hjá stjórnarmönnum knattspyrnudeildar og einnig með því að senda póst á gassi@ka-sport.is eða gunninella@ka-sport.is. Verðin eru tvö en annars vegar 12.000 kr fyrir ársmiða án kaffi í leikhléi og svo 18.500 kr með inniföldu kaffi og með'ví í hálfleik!