Ólafsfjarðarvöllur í gær. Mynd: Jóhann Már
KA átti að ferðast til Ólafsfjarðar næst komandi fimmtudag og leika þar við knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Eins og við þekkjum vel
hér á Akureyri þá eru vellir að koma illa undan vetri og er enþó nokkur snjór enþá á Ólafsfirði en þrátt
fyrir það hefur völlur þeirra komist ágætlega undan snjónum sem mokaður hefur verið af vellinum. Félögin komust í sameiningu að
því í dag að færa leikinn til Laugardags og binda þannig vonir við að snjó létti við völlinn en stúkan og allt í kring
er á bólakafi. Leikurinn verður því flautaður á kl 14:00 á Laugardaginn næsta. Nánar um leikinn þegar nær dregur.