Flýtilyklar
02.07.2022
Þrifdagur eftir N1 mót
Stórkostlegu N1-móti okkar KA manna lauk í dag þar sem gríðarlega margir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg! Á morgun, sunnudag, klukkan 11:00 ætlum við að taka saman höndum og pakka mótinu saman ofan í kassa!
Við ætlum að ganga frá og hreinsa svæðið okkar. Við þiggjum allar hendur sem mögulegt er, bæði frá iðkendum og foreldrum þeirra. Á sama tíma þökkum við ykkur fyrir frábært mót, þetta væri aldrei hægt án ykkar allra - sjáumst vonandi sem flest á morgun
Lesa meira
25.06.2022
Heimaleikur í bikarnum gegn Fram
Fótboltaveislan heldur áfram og nú á sunnudaginn tekur KA á móti Fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 16:00 á Greifavellinum. Liðin mættust nýverið í hörkuleik sem endaði með 2-2 jafntefli og alveg ljóst að við þurfum öll að fjölmenna í stúkuna til að koma strákunum áfram í næstu umferð
Lesa meira
22.06.2022
Thomas Danielsen í þjálfarateymi KA
Knattspyrnudeild KA hefur fengið Thomas Danielsen til liðs við þjálfarateymi meistaraflokks karla en Thomas er gríðarlega fær afrekssálfræðingur sem mun án nokkurs vafa lyfta starfi okkar upp á enn hærra plan
Lesa meira
14.06.2022
KA leikur á Greifavellinum næstu 2 árin
Knattspyrnudeild KA og Greifinn skrifuðu undir nýjan styrktarsamning í dag og mun heimavöllur okkar KA-manna bera nafnið Greifavöllurinn næstu tvö árin. Sumarið 2018 gerðu KA og Greifinn fyrst álíka samning sín á milli og hefur því heimavöllur okkar hér á Akureyri borið nafnið Greifavöllurinn síðan
Lesa meira
14.06.2022
Veisla á fyrsta heimaleiknum á KA-svæðinu!
Fyrsti heimaleikur sumarsins á KA-svæðinu er á fimmtudaginn gott fólk! Það er heldur betur veisla framundan þegar KA tekur á móti Fram í Bestu deildinni klukkan 18:00 þann 16. júní næstkomandi
Lesa meira
12.06.2022
KA stelpur TM meistarar annað árið í röð!
TM mótið fór fram í Vestmannaeyjum um helgina en þar léku stelpur í 5. flokki listir sínar. KA sendi alls fjögur lið til leiks og má með sanni segja að stelpurnar hafi staðið sig eins og hetjur auk þess að skemmta sér konunglega á þessu stóra og flotta móti
Lesa meira
07.06.2022
Sumaræfingarnar hefjast í dag!
Sumaræfingar yngstu flokka KA í fótbolta hefjast í dag, þriðjudaginn 7. júní, og má með sanni segja að mikið fjör sé framundan. Við hvetjum að sjálfsögðu áhugasama eindregið til að koma og prófa
Lesa meira
30.05.2022
KA fékk heimaleik, Þór/KA útileik
Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag og voru KA og Þór/KA bæði í pottinum eftir góða sigra í síðustu umferð. KA vann 4-1 sigur á Reyni Sandgerði á meðan Þór/KA vann 6-0 sigur á Haukum
Lesa meira
27.05.2022
Góður bikarsigur á KA-vellinum (myndaveislur)
KA tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær með sannfærandi 4-1 sigri á Reyni Sandgerði en leikurinn var fyrsti heimaleikur sumarsins sem leikinn var á KA-vellinum. KA verður því í pottinum en alls duttu fimm lið úr Bestu deildinni úr leik í 32-liða úrslitum
Lesa meira
25.05.2022
Heimaleikur á KA-svæðinu á morgun!
Það er loksins komið að því gott fólk! KA tekur á móti Reyni Sandgerði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun, fimmtudag, klukkan 16:00 á KA-vellinum
Lesa meira