Flýtilyklar
Heimaleikur í bikarnum gegn Fram
Fótboltaveislan heldur áfram og nú á sunnudaginn tekur KA á móti Fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 16:00 á Greifavellinum. Liðin mættust nýverið í hörkuleik sem endaði með 2-2 jafntefli og alveg ljóst að við þurfum öll að fjölmenna í stúkuna til að koma strákunum áfram í næstu umferð.
Það var virkilega gaman að sjá ykkur öll á vellinum um daginn þegar við vígðum okkar glænýju aðstöðu á KA-svæðinu og við ætlum að endurtaka leikinn á sunnudaginn. Við verðum með fanzone fyrir leik þar sem við grillum hamborgara og seljum ýmsa drykki með. Eina vitið að mæta snemma og taka þátt í stemningunni.
Þeir Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndarar bjóða hér upp á myndaveislur frá vígsluleiknum gegn Fram og þökkum við þeim kærlega fyrir framtakið.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum
Smelltu á myndina til að skoða myndir Sævars Geirs frá leiknum