Heimaleikur á KA-svæðinu á morgun!

Fótbolti
Það er loksins komið að því gott fólk! KA tekur á móti Reyni Sandgerði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun, fimmtudag, klukkan 16:00 á KA-vellinum!
 
Þetta eru heldur betur gleðitíðindi en strákarnir tóku fyrstu æfinguna á nýja vellinum í gær og er því allt að verða klárt á svæðinu okkar fyrir heimaleiki sumarsins. Hvetjum ykkur eindregið til að mæta og styðja strákana áfram í næstu umferð í bikarnum, áfram KA!

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is