Veisla á fyrsta heimaleiknum á KA-svæðinu!

Fótbolti
Fyrsti heimaleikur sumarsins á KA-svæðinu er á fimmtudaginn gott fólk! Það er heldur betur veisla framundan þegar KA tekur á móti Fram í Bestu deildinni klukkan 18:00 þann 16. júní næstkomandi.
 
Við verðum með alvöru fanzone fyrir leik þar sem við grillum hamborgara og verðum með ýmsa drykki til sölu. Ýmis dagskrá verður fyrir leik og verður meðal annars lúðrasveit á svæðinu og alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessum geggjaða KA degi!
 
Miðasala er hafin í Stubbsappinu og hvetjum við ykkur eindregið til að tryggja ykkur miða strax. Ársmiðahafar þurfa að "kaupa" miða með ársmiðanum í Stubb til að vera öruggir með miða.
 
Þá er eina vitið að mæta snemma og taka þátt í gleðinni, þetta er dagur sem við höfum svo sannarlega beðið spennt eftir!

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is