KA fékk heimaleik, Þór/KA útileik

Fótbolti

Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag og voru KA og Þór/KA bæði í pottinum eftir góða sigra í síðustu umferð. KA vann 4-1 sigur á Reyni Sandgerði á meðan Þór/KA vann 6-0 sigur á Haukum.

KA fékk heimaleik og tekur á móti Fram en Framarar eru nýliðar í Bestu deildinni í sumar og hafa farið vel af stað og ljóst að hörkuleikur er framundan. Áætlað er að leikurinn fari fram 26. eða 27. júní.

Þór/KA fékk hinsvegar útileik gegn Selfyssingum en aðeins voru lið úr Bestu deildinni í pottinum. Leikurinn fer fram 10. eða 11. júní næstkomandi en stelpurnar eru staðráðnar í að hefna fyrir 0-1 tap á heimavelli á dögunum.

Spennandi leikir framundan og klárt að bæði okkar lið ætla sér áfram í næstu umferð í bikarnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is