Thomas Danielsen í þjálfarateymi KA

Fótbolti
Thomas Danielsen í þjálfarateymi KA
Velkominn í KA Thomas!

Knattspyrnudeild KA hefur fengið Thomas Danielsen til liðs við þjálfarateymi meistaraflokks karla en Thomas er gríðarlega fær afrekssálfræðingur sem mun án nokkurs vafa lyfta starfi okkar upp á enn hærra plan.

Thomas vinnur í Danmörku sem afrekssálfræðingur þar sem hann vinnur með dönskum toppíþróttamönnum að ná sem bestum árangri. Hann starfar með atvinnumönnum í fótbolta, handbolta, íshokký, golfi sem og ólympískum íþróttamönnum á hæsta stigi.

Thomas tengist KA í gegnum Hallgrím Jónasson spilandi aðstoðarþjálfara KA en þeir kynntust og unnu saman er Hallgrímur lék sem atvinnumaður í Danmörku. Thomas kom í fyrra til Akureyrar með virkilega áhugaverða og flotta fyrirlestra fyrir þjálfara, leikmenn og foreldra hjá KA og ákaflega ánægjulegt að við getum fengið hann enn betur inn í okkar metnaðarfulla og flotta starf.

Eins og áður segir kemur Thomas inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla auk þess sem að hann mun þróa þróunaráætlun fyrir yngriflokka félagsins. Við bjóðum Thomas hjartanlega velkominn í KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is