Flýtilyklar
08.08.2022
Undanúrslit í húfi á miðvikudaginn
KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Sæti í undanúrslitum bikarsins er því í húfi og ljóst að við KA-menn þurfum að fjölmenna á völlinn og styðja strákana áfram í næstu umferð
Lesa meira
06.08.2022
Mögnuð staða KA fyrir síðari hluta sumars
Það er heldur betur stór vika framundan í fótboltanum hjá okkur í KA en á morgun, sunnudag, mætir KA liði FH í Kaplakrika í 16. umferð Bestu deildar karla og viku síðar tekur KA á móti ÍA í 17. umferð deildarinnar. Þar á milli tekur KA á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn
Lesa meira
25.07.2022
Gaber Dobrovoljc til liðs við KA
KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir endasprettinn í Bestu deildinni í sumar en Gaber Dobrovoljc hefur skrifað undir samning við félagið út núverandi tímabil. Gaber er 29 ára gamall miðvörður sem kemur frá Slóveníu en hann kemur frá liði NK Domžale í Slóveníu
Lesa meira
23.07.2022
Vel heppnaður Midtjylland skóli
KA og danska stórliðið FC Midtjylland héldu flottan knattspyrnuskóla á KA-svæðinu dagana 11.-14. júlí í samstarfi við Niceair. Strákar og stelpur fædd 2006 til 2013 höfðu tækifæri á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og var þátttakan frábær
Lesa meira
20.07.2022
Eiður Ben tekur við 3. flokk karla
Eiður Ben Eiríksson tekur við 3. flokk karla hjá okkur KA-mönnum í byrjun ágúst og þá mun hann koma inn í þjálfarateymi í öðrum flokkum félagsins í haust. Óskar Bragason var aðalþjálfari flokksins en hann lét af störfum á dögunum til að taka við liði Magna Grenivík
Lesa meira
14.07.2022
Ásgeir framlengir út 2025!
Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA í knattspyrnu skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir út árið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Geiri algjör lykilmaður í okkar liði og stórkostlegur karakter sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár
Lesa meira
09.07.2022
Heimaleikur gegn ÍBV kl. 16:00
KA tekur á móti ÍBV í Bestu deildinni í knattspyrnu klukkan 16:00 í dag á Greifavellinum en athugið að leiktímanum hefur verið breytt vegna tafa á flugi
Lesa meira
05.07.2022
Midtjylland knattspyrnuskóli á KA-svæðinu
Dagana 11.-14. júlí næstkomandi verður KA með knattspyrnuskóla á KA-svæðinu í samstarfi við danska stórliðið FC Midtjylland og Niceair. Þetta er frábært tækifæri fyrir efnilega fótboltakrakka til að bæta sig enn frekar og ákaflega gaman að við getum boðið upp á skólann fyrir okkar iðkendur
Lesa meira
05.07.2022
Myndaveisla frá jafntefli KA og Vals
KA og Valur skildu jöfn 1-1 í stórleik á Greifavellinum í gær en liðin eru í harðri baráttu í efri hluta Bestu deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom mikið líf í þeim síðari þar sem KA liðið reyndi hvað það gat til að tryggja sér öll stigin
Lesa meira
05.07.2022
Frábær árangur á N1 mótinu
36. N1 mót okkar KA manna var haldið á KA-svæðinu dagana 29. júní - 2. júlí og heppnaðist það ákaflega vel. Alls var keppt í 13 mismunandi deildum á mótinu þar sem 200 lið léku listir sínar. Keppendur voru rúmlega 2.000 en alls voru leiknir 900 leikir á mótinu og heldur betur mikið fjör á Akureyri á meðan mótinu stóð
Lesa meira