Flýtilyklar
19.09.2022
Grímsi leikjahæstur í efstu deild hjá KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti enn eitt félagsmetið hjá KA í 0-1 sigrinum á Val á dögunum en hann er nú leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild með 128 leiki
Lesa meira
19.09.2022
Nýtt stiga- og markamet KA í efstu deild
KA vann glæsilegan 0-1 útisigur á Val í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir úrslitakeppnina að Hlíðarenda í gær. Þessi frábæri árangur liðsins í sumar er um margt sögufrægur en fjölmörg félagsmet féllu í sumar
Lesa meira
12.09.2022
Hallgrímur Mar gerði 500 markið!
Sigurmark Hallgríms Mars Steingrímssonar í glæsilegum 2-1 sigri KA á Breiðablik í gær var 500. mark KA í efstu deild. Markið kom á 88. mínútu úr vítaspyrnu og var 43. mark Hallgríms í efstu deild fyrir KA og er hann markahæsti leikmaður KA í deild þeirra bestu
Lesa meira
05.09.2022
Nökkvi Þeyr í læknisskoðun hjá Beerschot
Nökkvi Þeyr Þórisson er á leið í læknisskoðun hjá belgíska liðinu Beerschot. Félögin hafa komið sér saman um kaupverð og ef allt gengur að óskum hjá Nökkva mun hann ganga til liðs við belgíska félagið fyrir lokun gluggans í Belgíu annað kvöld
Lesa meira
01.09.2022
Bikarúrslitaleikur í húfi í Krikanum í dag!
Það er komið að stærsta leik sumarsins til þessa þegar strákarnir sækja FH heim í undanúrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 17:00 í dag. Það má búast við svakalegum leik og hvetjum við alla sem geta til að mæta í Hafnarfjörðinn í dag
Lesa meira
26.08.2022
Stuðningsmannaferð á undanúrslitaleik FH og KA
FH og KA mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins fimmtudaginn 1. september að Kaplakrika í Hafnarfirði og bjóðum við upp á hópferð á leikinn. Einungis kostar 2.500 krónur að fara í ferðina og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta kostaboð
Lesa meira
24.08.2022
Vetrartöflur yngriflokka knattspyrnudeildar KA
Vetrarstarfið í fótboltanum hefst föstudaginn 2. september. Flokkaskiptin hjá árgöngum 2008 og yngri eiga sér þá stað fyrir utan þau lið sem eru enn í úrslitakeppnum. Þjálfarar setja inn á Sportabler æfingaplan fyrir þá iðkendur sem enn eru á Íslandsmóti
Lesa meira
23.08.2022
Fyrstu skóflustungurnar að nýjum keppnisvelli
Í dag er ansi merkur dagur í sögu Knattspyrnufélags Akureyrar en í morgun voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýjum keppnisvelli félagsins í knattspyrnu. Á svæðinu verður byggður upp gervigrasvöllur ásamt glæsilegri stúku
Lesa meira
19.08.2022
Útileikur gegn FH í undanúrslitum bikarsins
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í kvöld og fékk KA útileik gegn FH þann 1. september næstkomandi klukkan 17:00. Deginum áður mætast Breiðablik og Víkingar í hinum undanúrslitaleiknum og ljóst að gríðarlega spennandi leikir eru framundan á lokastigum Mjólkurbikarsins
Lesa meira
11.08.2022
KA í undanúrslit Mjólkurbikarsins!
KA vann 3-0 sigur á Ægismönnum á Greifavellinum í gær en með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og heldur frábært gengi liðsins í sumar því áfram og afar spennandi tímar framundan
Lesa meira