04.03.2012
Stelpurnar í KA/Þór gerðu heldur betur góða ferð í Hafnarfjörð á laugardaginn þar sem þær lögðu Hauka,
26-22. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, bæði með 6 stig en með sigrinum skaust KA/Þór upp í 6. sæti, á kostnað Hauka, sem
sitja nú í 7. sæti.
02.03.2012
Tveir leikir verða hjá 3. flokki karla föstudagskvöldið 2. mars. KA 2 tekur á móti ÍR klukkan 19:00 og strax á eftir eða klukkan 20:30
spila KA 1 og Valur.
Sunnudaginn 4. mars kl. 13:00 er svo leikur hjá 4. flokki karla, en þá taka KA strákar á móti HK.
Það er sem sé mikið um að vera og um að gera að koma við í KA heimilinu og hvetja sitt lið.
22.02.2012
4. flokkur kvenna KA/Þór sigraði HK 19-23 í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í Digranesi sl. föstudag . Stelpurnar eru sem sagt komnar í
úrslitaleikinn og spila við Fram næstkomandi sunnudag 26. febrúar í Laugardalshöllinni kl. 13:30
22.02.2012
Vegna vetrarfrís í grunnskólum verður frí frá handboltaæfingum hjá 7. og 8. flokki stráka og stelpna föstudaginn 24. og
laugardaginn 25. febrúar. Sjáumst hress og endurnærð eftir helgina.
Þjálfarar.
19.02.2012
Fram sigraði KA/Þór með átta mörkum í leik liðanna í N1 deildinni í gær. Leikurinn fór ágætlega af stað og
jafnt á fyrstu tölum, Frida varði vítakast í stöðunni 2-2. Fram liðið sýndi í framhaldinu að það er ekki tilviljun að
þær eru á toppi deildarinnar. Einhvernveginn virtist þó sem að flestar KA/Þór stelpnanna hefðu ekki alveg trú á að
þær ættu möguleika í leiknum, það voru eiginlega bara Ásdís Sigurðardóttir og Martha Hermannsdóttir sem börðust
í sóknarleiknum og skutu á markið.
17.02.2012
Það
verður enginn smáleikur í KA heimilinu á laugardaginn þegar KA/Þór tekur á móti Fram sem er í 1.-2. sæti deildarinnar. Eftir tvo
sigurleiki í röð fá stelpurnar svo sannarlega tækifæri til að setja strik í reikninginn hjá stórliðinu.
Leikurinn er klukkan 16:00 á laugardaginn og það er frítt inn, komið og sjáið alvöru handbolta.
Sömu lið mætast í 3. flokki klukkan 13:30 á laugardaginn og þar verður ekki síður harður slagur, liðin eru í 2. og 3.
sæti deildarinnar.
12.02.2012
KA/Þór stelpurnar fylgdu eftir góðum sigri á HK með því að leggja FH liðið að velli á útivelli í gær.
Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrri hálfleik en í hálfleik höfðu norðanstelpurnar náð fjögurra marka forystu, 8 - 12.
05.02.2012
KA/Þór tók á móti HK í N1 deild kvenna á laugardaginn. Akureyrarstelpurnar báru enga minnimáttarkennd fyrir Kópavogsstúlkum
sem eru í 3. sæti deildarinnar og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. KA/Þór hafði prýðistök á leiknum, tölurnar 8-4 og 11-7
sáust á markatöflunni en HK náði að minnka muninn í 11-8 fyrir lok hálfleiksins með marki beint úr aukakasti eftir að leiktímanum
var lokið.
02.02.2012
Þá er Evrópumeistaramótinu lokið og þar með fer N1 deildin á fulla ferð að nýju hér heima. Á fimmtudaginn fer fram heil
umferð í deildinni og fyrsti leikurinn er einmitt hér í Íþróttahöllinni þar sem við fáum firnasterkt lið HK í
heimsókn.
Leikurinn er ákaflega þýðingarmikill fyrir bæði liðin sem eru í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í vor.
Baráttan er jöfn þar sem HK og FH eru í 2. – 3. sæti, einu stigi á undan Akureyri og Fram og því augljóst að það
verður ekkert gefið eftir í þessum leik.
01.02.2012
Fimmtudaginn 2. feb kl 17:40 hefst baráttan um bæinn í KA-Heimilinu. KA-2 er í hefndarhug gegn taplausum Þórsurum. Búist er við þéttum
og skemtilegum leik og því ættu allir að mæta!!