KA/Þór stelpurnar fylgdu eftir góðum sigri á HK með því að leggja FH liðið að velli á útivelli í gær.
Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrri hálfleik en í hálfleik höfðu norðanstelpurnar náð fjögurra marka forystu, 8 - 12.
Þessi forysta var ekki gefin eftir og lauk leiknum með sama markamun 21-25 fyrir KA/Þór.
Ásdís Sigurðardóttir fór á kostum í leiknum og skoraði tólf mörk en markaskorun liðsins var sem hér segir: Mörk
KA/Þórs: Ásdís Sigurðardóttir 12, Martha Hermannsdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Kolbrá Ingólfsdóttir 3 og
Erla Heiður Tryggvadóttir 1 mark.
Þetta er í annað skiptið í vetur sem KA/Þór vinnur FH liðið en stelpurnar unnu einnig heimaleikinn í október með 24
mörkum gegn 22. Með sigrinum fór KA/Þór upp í 7. sæti með jafnmörg stig og Haukar en KA/Þór á reyndar leik til
góða.
Ásdís lét FH liðið heldur betur finna fyrir sér
Næsti verkefni KA/Þór er heldur betur af stærri gerðinni en þær taka á móti stórveldinu Fram á laugardaginn. Sá leikur
hefst klukkan 16:00 í KA heimilinu.