Fréttir

2. flokkur Akureyrar Íslandsmeistari 2012

Strákarnir í 2. flokki settu nú rétt í þessu glæsilegan lokapunkt á tímabilið þegar þeir urðu fyrstu Íslandsmeistarar Akureyrar Handboltafélags eftir framlengdan úrslitaleik gegn Fram. Sjá umfjöllun um leikinn.

Úrslitaleikur 2. flokks í dag klukkan 15:30 - bein útsending

Í dag, laugardag er komið að stóra deginum hjá strákunum í 2. flokki þegar þeir mæta Fram í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 15:30 og verður leikið á heimavelli Hauka, Schenker-höllinni. Það er ástæða til að hvetja stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn í dag og standa með strákunum í baráttunni.

Þakkir til allra sem komu að 5. flokks mótinu um síðustu helgi

Unglingaráð handknattleiksdeilda  KA og Þórs  vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem komu að 5.flokks móti karla og kvenna sl.helgi, sem Unglingaráð KA og Þórs héldu í sameiningu.  Án þessara frábæru sjálfboðaliða væri ekki mögulegt að halda svona stórt mót.

4. leikur Akureyrar og FH. Heimir reiknar með fullu húsi í kvöld

Það er allt undir í Höllinni í kvöld, Akureyri þarf sigur til að knýja fram oddaleik á föstudaginn á meðan FH gerir út um einvígið með sigri. Vikudagur ræddi við Heimi Örn Árnason, fyrirliða Akureyrar og Einar Andra Einarsson þjálfara FH um leikinn:

Fullt af myndum frá 5. flokksmótinu um helgina

Hannes Pétursson sendi okkur dágóðan slatta af myndum frá lokaumferð 5. flokks sem fram fór í KA-heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahúsi Glerárskóla um helgina. Smelltu hér til að skoða myndasafnið.

Úrslit leikja í lokaumferð 5. flokks

Nú um helgina fer fram lokaumferð Íslandsmótsins hjá 5. flokki í handknattleik. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Lokaumferð hjá 5. flokki haldið á Akureyri um helgina

Lokaumferð Íslandsmótsins í handbolta í 5. flokki karla og kvenna verður haldið í samvinnu Unglingaráða KA og Þórs um helgina. Leikirnir hefjast kl. 16:00 á föstudag og leikið verður til kl. 21:20. Á laugardag verður leikið frá kl. 8:00 til kl. 20:00 og á sunnudag frá kl. 8:00 til kl. 15:00. Alls verða leiknir 140 leikir og keppendur eru um 500 auk fjölmargra foreldra og þjálfara. Allir eru velkomnir til að sjá handboltahetjur framtíðarinnar, en leikið verður í KA heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahúsi Glerárskóla.

Norðlenska verður einn aðalstyrktaraðili KA/Þór

Þann 17.04 var undirritaður samningur milli Norðlenska og KA/Þórs kvennaliðs í handbolta. Norðlenska verður á næstu árum einn aðalstyrktaraðili liðsins og er þetta mjög mikilvægt í því starfi sem framundan er í kvennahandboltanum við að halda stelpunum okkar í fremstu röð.

Daníel Matthíasson í U-18 ára landslið karla

Valinn hefur verið 16 manna hópur u-18 ára landsliðs karla í handbolta sem mun leika í undankeppni EM í Tyrklandi helgina 13.-15. apríl. Okkar maður Daníel Matthíasson er í hópnum og mun vafalaust láta til sín taka í vörn og sókn.

Myndir frá leik KA/Þór gegn deildarmeisturum Vals

Valur hafði betur gegn KA/Þór, 30-22, í lokaumferð N1-deildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valur lýkur deildarkeppninni með 30 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Fram sem varð í öðru sæti.