Fréttir

Forkeppni 4. flokks kvenna á laugardag og sunnudag

Forkeppni 4. flokks kvenna fer fram í KA heimilinu  á laugardag og sunnudag.  Þar verða okkar stelpur í KA/Þór í baráttunni um að spila í fyrstu deildinni í vetur. Leikirnir verða sem hér segir:

Forkeppni 4. flokks karla á laugardaginn

Forkeppni 4. flokks karla eldra ár verður haldin í KA heimilinu laugardaginn 15. september. KA strákarnir leika gegn HK og ÍR en leikirnir eru sem hér segir: Kl. 13:30 HK-ÍR Kl. 14:45 KA-HK Kl. 16:00 ÍR-KA Hvetjum alla til að mæta og styðja sitt lið.

Yfirlýsing frá Handknattleiksdeild KA

Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að draga lið KA/Þór úr efstu deild í kvennahandbolta og senda liðið í 2.deild/Utandeild í staðinn. Ástæðan er sú að liðið hefur misst 5 reynslumestu leikmenn sína frá síðasta keppnistímabili, þar af tvo í þessari viku. Því telur stjórn Handkattleiksdeildar KA að yngri leikmönnum sé enginn greiði gerður með því að senda þær í efstu deild, en aðeins 2-3 stúlkur í hópnum hafa reynslu af því að leika þar. Stefnan er sett á markvissar æfingar í vetur og keppni með það að markmiði að eiga aftur lið á meðal þeirra bestu á næsta hausti. Stjórn Handknattleiksdeildar KA

Opna Norðlenska mótinu hjá konunum lokið - úrslit allra leikja

Í gær lauk æfingamótinu hjá meistarafloki kvenna. KA/Þór-1 vann alla sína leiki örugglega og sigraði því mótið með fullt hús eða 6 stig. Fylkir hafnaði í öðru sæti með fjögur stig. Afturelding í þriðja sæti með tvö stig en KA/Þór-2 í neðsta sæti án stiga. Margar ungar og efnilegar stúlkur spiluðu með liðum KA/Þór og stóðu sig afar vel. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir:

Æfingamót hjá meistaraflokki kvenna um helgina

Nú um helgina verður fjögurra liða æfingamót í KA heimilinu fyrir meistaraflokk kvenna í handknattleik. KA/Þór heldur mótið í samstarfi við Norðlenska og að sjálfsögðu kallast mótið Opna Norðlenska. Frá KA/Þór verða tvö lið í mótinu en auk þeirra mæta lið frá Fylki og Aftureldingu. Mótið hefst með tveim leikjum á föstudag og síðan verða fjórir leikir á laugardaginn. Leikjaniðurröðun og tímasetningar eru sem hér segir: Föstudagur 7. sept. kl. 19:00 KA/Þór1 - Afturelding Föstudagur 7. sept. kl. 20:15 KA/Þór2 - Fylkir

Æfingatafla handknattleiksdeildar komin á síðuna

Nú er búið að setja saman æfingatöflu handboltans hjá öllum flokkum. Æfingar byrja samkvæmt töflunni mánudaginn 3. september. Sjá töfluna hér að neðan, auk þess sem nánari upplýsingar eru við hvern aldursflokk undir liðnum Yngri flokkar.

Handboltafréttir - æfingar yngri flokka byrjaðar eða að byrja

Nú fer handboltinn að byrja aftur eftir gott sumarfrí. Í 3. og 4. flokki karla og kvenna eru æfingar hafnar og æfinar hjá 5.-6.-7. og 8. flokki byrja á næstu dögum.  Nánari tímasetningar verða auglýstar á heimasíðunni um leið og æfingataflan verður tilbúin, en verið er að leggja lokahönd á töfluna.   Þjálfarar vetrarins verða sem hér segir:

Jóhannes Bjarnason þjálfar KA/Þór

Jóhannes Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta næsta vetur.  Jóhannes er öllum hnútum kunnugur hjá KA og hefur þjálfað alla flokka félagsins í gegnum tíðina og náð frábærum árangri.

Partille Cup - lokapistill og myndir

Eftir rigningardaginn mikla þar sem liðin okkar duttu öll úr leik fór laugardagurinn að mestu leyti í bið. Við áttum ekki flug fyrr en kl.  02:10 aðfaranótt sunnudags. Krakkarnir fengu því að sofa þangað til þau vöknuðu (eins og einn drengurinn orðaði það, meinti að sofa út). Eftir morgunmat, pökkun og frágang á skólastofunum okkar var frjáls tími. Sumir völdu að fara enn eina ferð í mollið en aðrir fóru í gönguferð um miðbæinn og reyndu að láta tímann líða.

Partille Cup pistill 4

Regndagurinn mikli.