Sókn KA/Þór gekk ekki alveg sem skyldi í upphafi seinni hálfleiks og HK minnkaði muninn í eitt mark, 11-10 áður en heimastúlkur fundu
taktinn á ný og juku muninn á ný í 14-10. HK liðið greip til þess ráðs að taka Ásdísi Sigurðardóttur úr
umferð allan seinni hálfleikinn.
Ásdís Sigurðardóttir brýst í gegnum HK vörnina. Mynd: Vikudagur
HK náði að jafna leikinn í 17-17 þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. Martha Hermannsdóttir og Ásdís
Sigurðardóttir fengu brottvísanir með stuttu millibili þannig að útlitið var ekki upp á það besta. Pia Petersen gaf tóninn með
því að verja vítakast, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir og Kolbrá Ingólfsdóttir
gáfu ekkert eftir í sóknarleiknum og sáu að mestu um markaskorunina það sem eftir var leiksins.
Síðustu mínúturnar voru dramatískar, eftir langa sókn var Kolbrá skyndilega dauðafrí á línunni og hún gerði engin
mistök og kom KA/Þór yfir í 22-21. HK fór í sókn og gerði tilraun til að jafna leikinn. Markhæsti leikmaður þeirra, Brynja
Magnúsdóttir tók skot sem Pia greip í markinu og kórónaði með því frábæran leik sinn.
HK liðið lék maður á mann og freistaði þess að vinna boltann en missti af Katrínu sem fór inn af línunni og tryggði sigurinn með
23. marki liðsins. Engu skipti þó að HK skoraði sitt 22. mark, tíminn var einfaldlega úti og sanngjarn sigur í höfn.
Mörk KA/Þórs: Kolbrún Gígja Einarsdóttir 7, Ásdís Sigurðardóttir 5, Martha Hermannsdóttir 5 (1 úr víti),
Katrín Vilhjálmsdóttir 4 og Kolbrá Ingólfsdóttir 2.
Varin skot: Frida Petersen 16 þar af 1 vítakast.
Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 5 (1 úr víti), Heiðrún Björk Helgadóttir 4, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Arna Björk
Almarsdóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1,
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1.
Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 13 og Dröfn Haraldsdóttir 2.
Með sigrinum fór KA/Þór úr botnsæti deildarinnar og stelpurnar sönnuðu fyrir sjáflum sér og öðrum að þær eiga
í fullu tré við flest liðin í deildinni. Næsti leikur þeirra er útileikur gegn FH sem situr nú í neðsta sætinu, ef
KA/Þór mætir í þann leik með sama krafti og þennan þarf engu að kvíða.