Handboltaleikir hjá unglingaflokkum í KA heimilinu um helgina

Tveir leikir verða hjá 3. flokki karla föstudagskvöldið 2. mars. KA 2 tekur á móti ÍR klukkan 19:00 og strax á eftir eða klukkan 20:30 spila KA 1 og Valur.

Sunnudaginn 4. mars kl. 13:00 er svo leikur hjá 4. flokki karla, en þá taka KA strákar á móti HK.

Það er sem sé mikið um að vera og um að gera að koma við í KA heimilinu og hvetja sitt lið.