Stelpurnar í KA/Þór gerðu heldur betur góða ferð í Hafnarfjörð á laugardaginn þar sem þær lögðu Hauka, 26-22. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, bæði með 6 stig en með sigrinum skaust KA/Þór upp í 6. sæti, á kostnað Hauka, sem sitja nú í 7. sæti.
Um 200 manns voru mætt í Schenkerhöllina að Ásvöllum til þess að berja kappleik Hauka og KA/Þór augum. Leikurinn var hnífjafn og
skemmtilegur í fyrri hálfleik og voru liðin jöfn, 12-12, þegar að fyrri þrjátíu mínútum leiksins var lokið. KA/Þór
sigldi hinsvegar framúr í seinni hálfleik og landaði að lokum 4 marka sigri, 26-22. Mjög dýrmæt stig fyrir Akureyrarstúlkur en þær
hafa leikið ákaflega vel eftir áramót á meðan Haukar eru ekki nægilega sannfærandi.
Markahæst hjá KA/Þór var Ásdís Sigurðardóttir en Marija Gedroit skoraði megnið af mörkum Hauka, eða 12.
Mörk Hauka: Marja Gedroit 12, Karen Helga Sigurjónsdóttir 3, Gunnhildur Pétursdóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Ásta Björk
Agnarsdóttir 1, Silja Ísberg 1, og Díana Sigmarsdóttir 1.
Mörk KA/Þór: Ásdís Sigurðardóttir 10, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 5, Erla Tryggvadóttir 5, Martha Hermannsdóttir 4,
Katrín Vilhjálmsdóttir 1 og Hulda Tryggvadóttir 1.
(Byggt á grein Siguróla Sigurðssonar á Sport.is).
Kolbrún Gígja Einarsdóttir í fyrri leik liðanna sem fram fór í KA heimilinu. Mynd: Vikudagur.