Fréttir

Endurbætt æfingatafla K.A. handbolti tímabilið 2011-2012

Búið er að gera smávægilegar breytingar á æfingatöflunni sem sett var á síðuna í gær, þannig að ný útgáfa er nú komin á síðuna. Æfingar í Íþróttahöllinni og Síðuskóla hefjast 1. september en vegna framkvæmda í K.A. heimilinu hefjast æfingar ekki þar fyrr en mánudaginn 5. september. Æfingatöfluna í heild er hægt að sjá hér, (eða undir Yngir flokkar á  handboltasíðunni).

Handboltinn að byrja / nýtt gólf í KA heimilinu

Nú fer að líða að því að handboltafólk taki fram skóna og hefji æfingar. Planið var að byrja æfingar mánudaginn 29. ágúst, en vegna framkvæmda í K.A. heimilinu gengur það ekki eftir. 3 og 4 flokkur eru reyndar byrjuð í útihlaupum og styrktaræfingum.

Handboltaæfingar 4. flokks 15. - 20. ágúst

Mánudagur - KA heimili - útiæfing kl. 17.00 Þriðjudagur - Höllin - æfing í sal kl. 17.00 - mæta líka með útiföt Fimmtudagur - KA heimili - útiæfing kl. 17.00 Föstudagur - Höllin - æfing í sal kl. 17.00 - mæta líka með útiföt Minni á Facebook síðu flokksins "4. flokkur handbolti KA piltar" þar sem allar upplýsingar um æfingar og keppnisferðir verður að finna. Jói Bjarna í s. 662-3200.

C-stigs námskeið fyrir handknattleiksdómara

Helgina 26.-28. ágúst verður haldið C-stigs dómaranámskeið, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram á robert@hsi.is og lýkur föstudaginn 19. ágúst nk. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma. Áhugasamir KA menn sem vilja dæma í vetur geta fengið námskeiðið og ferðir greiddar af félaginu.  Hafið sambandi við Erling í síma 690-1078.

Æfingamót í kvennahandboltanum

Æfingamót í meistaraflokki kvenna í handknattleik verður á Akureyri 9. -10. september.  Leikið verður í KA heimilinu.  Leiktíminn 2x30 mín. Þau lið sem hafa áhuga á þátttöku er beðin að tilkynna það til Jóhannesar Bjarnasonar sími: 662-3200.

Handboltaskóli Greifans - myndir

Vikuna 20.- 24. júní var starfræktur Handboltaskóli Greifans. Kennslan fór fram í Íþróttahúsi KA við Lundarskóla en kennarar voru þeir Jóhannes G. Bjarnason og Sævar Árnson sem samanlagt hafa þjálfað handbolta í rúma hálfa öld. Á níunda tug nemenda á aldrinum 11-18 ára skráðu sig í skólann og var hópnum skipt eftir aldri. Þátttakendur sóttu fyrirlestra um hina ýmsu þætti handboltans og síðan tóku við fjölbreyttar æfingar í sal.

Handboltaskóli Greifans: Strákarnir okkar mæta í skólann

Nú er það frágengið að landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu heimsækja handboltaskóla Greifans sem haldinn verður í næstu viku. Þá eru einnig góðar líkur á að Björgvin Páll Gústafsson komi. Strákarnir okkar ætla að miðla af reynslu sinni og segja krökkunum til á æfingunum. Skólinn er fyrir alla krakka eldri en 11 ára (fædd 2000).

Veistu um íbúð til leigu?

Þjálfara Akureyri Handboltafélags vantar 3ja herb. íbúð til leigu með húsgögnum frá og með 15. júní. Nánari upplýsingar gefur Atli Hilmarsson sími 897 7627.

Handboltaskóli Greifans vikuna 20.-24.júní

Handboltaskóli Greifans er fyrir alla stráka og stelpur frá 11 ára aldri og fer fram í Íþróttahúsi KA við Lundarskóla. Skólinn er 5 x 2 klukkutímar og kostar kr. 5.000. Í skólanum verður blanda fyrirlestra og æfinga í sal. Í fyrirlestrunum verður fjallað um: · Markmiðssetningu og sjálfstraust · Mataræði og hvíld · Sóknarleik · Varnarleik

Fjölmennt lokahóf handknattleiksdeildar – fullt af myndum

Fimmtudaginn 19. maí var  haldið árlegt lokahóf yngri flokka handboltans í KA heimilinu.  Að vanda var mikið fjör, farið í leiki, keppt við foreldra í reiptogi, eggjakasti, handbolta o.fl. Veittar voru viðurkenningar og í lokin klassísk pizzuveisla.