Handbolti - 4. flokkur kvenna kominn í bikarúrslitaleikinn

4. flokkur kvenna KA/Þór sigraði HK 19-23 í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í Digranesi sl. föstudag .  Stelpurnar eru sem sagt komnar í úrslitaleikinn og spila við Fram næstkomandi sunnudag 26. febrúar í Laugardalshöllinni kl. 13:30


Við óskum stelpunum til hamingju með þennan árangur og nú er bara að klára dæmið og koma með bikarinn heim til Akureyrar.  Við hvetjum alla  Akureyringa sem verða í Reykjavík um helgina að mæta í höllina og styðja við bakið á stelpunum.