Fréttir

Úrslit leikja á Íslandsmóti 6. flokks karla og kvenna

Nú um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá 6. flokki í handknattleik. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Íslandsmót 6. flokks karla og kvenna í handbolta

Um helgina sjá  unglingaráð KA og Þórs um fyrsta Íslandsmót vetrarins fyrir 6. flokk karla og kvenna.  Leikið er í KA heimilinu og Íþróttahöllinni.  Fyrstu  leikir byrja  kl. 8:30 á laugardagsmorgi og verður spilað til kl. 14:00 á sunnudag.   Niðurröðun leikja má sjá á slóðinni http://www.hsi.is/Motamal/5-8flokkur/6flokkurkarla-Yngraar Fjöldi þátttakenda er u.þ.b. 350 og þeim fylgja 70-80 fullorðnir.  Krakkarnir sem koma að sunnan gista og borða  í Giljaskóla.   Þar verður einnig kvöldvaka á laugardagskvöldinu. Frekri upplýsingar um mótið veita : Erlingur S. 690-1078 og Sigga S. 892-2612

Fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar

Nú er komið út fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar. Þar er fjallað um fyrirhugaða starfsemi í vetur, fyrirkomulag keppnisferða, innheimtu æfingagjalda og fleira sem er árvist á þessum tíma. Hægt er að lesa fréttabréfið með því að smella hér.

Leikur dagsins: Akureyri - ÍR ný aðstaða fyrir stuðningsmenn

Leikur Akureyrar og ÍR hefst klukkan 19:00 en fyrir leikinn er handhöfum Gullkorta boðið upp á heitan mat. Að þessu sinni verður maturinn framreiddur á öðrum stað en vanalega eða í stækkaðri aðstöðu félagsins sem er við anddyri Hallarinnar (á vinstri hönd þegar gengið er inn). Maturinn verður framreiddur upp úr klukkan 18:00. Þeir sem enn eiga eftir að verða sér úti um stuðningsmannaskírteini geta gert það í anddyri Hallarinnar og drifið sig síðan í matinn. Að sjálfsögðu verða kaffiveitingarnar í hálfleik.

Akureyri með heimaleik gegn ÍR á fimmtudaginn

Eftir góðan útisigur á Fram í síðustu umferð fær Akureyri verðugt verkefni á fimmtudaginn þegar spútnik lið ÍR kemur í heimsókn. ÍR liðið vann 1. deildina í fyrravetur með töluverðum yfirburðum og síðan hafa ÍR ingar fengið til liðs við sig fjölmarga þungavigtarmenn og fyrir vikið eru þeir með eitt öflugasta byrjunarlið deildarinnar í ár. Það er því ekki undarlegt að liðinu er spáð mikilli velgengni eða þriðja sæti deildarinnar af forráðamönnum N1-liðanna.

Styrkur til kaupa á keppnistreyjum frá Norðurorku

Í sumar hlaut Unglingaráð handknattleiksdeildar styrk til kaupa á keppnistreyjum fyrir stúlkurnar í yngri flokkum KA/Þór frá Norðurorku. Þetta var kærkomin viðbót við það góða starf sem hefur verið unnið í því að styrkja kvennahandboltann frá því að ákveðið var að sameina hann undir merkjum KA/Þór og framvegis munu stelpurnar keppa í sínum eigin búningum.

KA/Þór sýnir nýja búninga - myndir

Stelpurnar í 4. flokki KA/Þór léku um síðustu helgi þrjá leiki í forkeppni. Fyrsti leikurinn var gegn Aftureldingu sem sigraði 15-19.  Næsti leikur KA/Þór var gegn Haukum og þar unnu KA/Þór stelpurnar tveggja marka sigur 13-11. Í lokaleiknum gerðu KA/Þór og Stjarnan jafntefli 13-13. KA/Þór stelpurnar léku í nýjum búningum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Þóris Tryggvasonar en þær eru frá Stjörnuleiknum.

5. flokkur kvenna hjá KA/Þór setur upp bloggsíðu

Þjálfarar 5. flokks kvenna í KA/Þór hafa sett upp sérstaka læsta bloggsíðu fyrir flokkinn. Þar verður komið á framfæri hverskonar upplýsingum til leikmanna og forráðamanna. Á æfingu í dag fá stelpurnar afhent  aðgangsorð til að komast á bloggsíðuna. Hægt er að komast á bloggsíðuna með því að fara á heimasíðu 5. flokks, sjá hér.

Risaleikur Akureyrar og FH í Höllinni á mánudaginn klukkan 19:00

Það má gera ráð fyrir hörkuleik á mánudagskvöldið þegar Akureyri tekur á móti FH í fyrsta leik N1 deildar karla þetta tímabilið. Undanfarin ár hafa þessi lið trúlega mæst oftast af öllum liðum deildarinnar og undantekningarlítið hafa leikir þeirra verið jafnir og spennandi. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi beggja liða frá því í fyrra. Hjá Akureyri eru þær helstar að Sveinbjörn Pétursson, markvörður er farinn til EHV Aue í Þýskalandi, og Hörður Fannar Sigþórsson leikur nú með Kyndil í Færeyjum auk þess sem Guðlaugur Arnarsson lagði skóna á hilluna. Aðrir leikmenn sem fóru eru Daníel Örn Einarsson sem fór til HK, Jón Heiðar Sigurðsson til Gróttu, Halldór Tryggvason til FH og Hlynur Elmar Matthíasson til Víkings.

4. flokkur karla keppir í milliriðli á laugardaginn

KA strákarnir í 4. flokki spila í milliriðli um fyrstu deildarsæti á laugardaginn.  Þórsarar sjá um þá keppni og fer hún fram í Íþróttahúsi Síðuskóla sem hér segir:  Dagsetning  Tími  Lið  Laugardagur 22.9.2012  12:50  Þór - KA  Laugardagur 22.9.2012  13:50  Stjarnan - Þór  Laugardagur 22.9.2012  14:50  KA - Stjarnan