27.11.2012
Morgunblaðið birtir
í dag val sitt á úrvalsliði 9. umferðar N1-deildar karla. Líkt og í 8. umferð á Akureyri tvo fulltrúa í liðinu en það
eru einmitt sömu leikmenn, þeir Bergvin Þór Gíslason sem vinstri skytta og Guðlaugur Arnarsson sem besti varnarmaðurinn og
jafnframt er hann valinn leikmaður umferðarinnar.
26.11.2012
Stelpurnar í 5. flokki kvenna skelltu sér suður á föstudagsmorgunn. Fóru að vísu heldur fáliðaðar enda
nokkrar sem höfðu forfallast síðustu dagana fyrir ferð en hugtakið fámennt en góðmennt átti svo sannarlega við að þessu
sinni.
26.11.2012
4. flokkur kvenna er kominn áfram í bikarnum efti röruggan sigur á Aftureldingu 3. Stelpurnar spiluðu frábærlega í
leiknum og steig engin þeirra feilspor, nema jú kannski Berghildur Hermannsdóttir sem missteig sig illa snemma leiks. Vonandi að þau meiðsli reynist ekki of
alvarleg.
22.11.2012
Þá er
runninn upp leikdagur hjá Akureyri Handboltafélagi þar sem Safamýrarpiltarnir í Fram koma í heimsókn. Ekki þarf að hafa mörg orð um
mikilvægi leiksins enda hvert stig ofurdýrmætt í deildinni þar sem öll liðin (nema eitt) hafa verið að reyta stig hvert af öðru.
22.11.2012
Í gær mættust Akureyrarliðin KA og Þór í 3. flokki karla og var leikið í Íþróttahúsi Síðuskóla.
Leiknum lauk með þriggja marka sigri KA, 25-28.
Þórir Tryggvason var á staðnum og sendi okkur myndir frá leiknum.
21.11.2012
Það er sannkallaður stórleikur hjá strákunum í 3. flokki í dag en þá mætast Þór og KA í
Íþróttahúsi Síðuskóla. Leikurinn hefst klukkan 18:15 og ástæða til að hvetja alla til að mæta og sjá
framtíðarleikmenn Akureyrar í handboltanum!
21.11.2012
HSÍ hefur birt æfingahóp landsliðs stúlkna sem fæddar eru árið 1998. Að þessu sinni eru fjórar stúlkur frá
KA/Þór en það eru:
Ásdís Guðmundsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Þóra Björk Stefánsdóttir og Þórunn
Sigurbjörnsdóttir.
Hópurinn mun æfa dagana 23.-25. nóvember en nánari tímasetningar hefur HSÍ ekki birt. Þjálfarar liðsins eru Arnór Ásgeirsson,
Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.
Við óskum stelpunum til hamingju með árangurinn.
10.11.2012
Stelpurnar á eldra ári í 5. flokki kvenna skelltu sér suður og tóku þátt í 2. Íslandsmóti
vetrarins.
KA/Þór teflir fram tveimur liðum á eldra ári. KA/Þór 1 sem skipað er reyndari leikmönnum og KA/Þór2
sem skipað er leikmönnum sem hafa minni reynslu.
03.11.2012
Leik KA/Þór í meistaraflokki í handbolta sem átti að vera á laugardaginn hefur verið frestað vegna veðurútlits um helgina.
Liðið hefur farið vel af stað í 2. deildinni og unnið alla sína þrjá leiki og eru úrslitin eftirfarandi:
KA/Þór - HK 26-10 (11-6)
Haukar - KA/Þór 14-28 (6-15)
ÍR - KA/Þór 27-32 (14-12)
Á sunnudaginn voru einnig fyrirhugaðir tveir leikir í kvennahandboltanum hjá KA /Þór gegn ÍR, annar í 4. fl. og hinn í 3.
fl. Þessum leikjum hefur sömuleiðis verið frestað vegna óveðursins sem geysar um allt land.
16.10.2012
Fyrsta mót vetrarins hjá 6. flokk yngra ári fór fram á Akureyri um helgina í umsjá KA og Þórs.
Mótið hófst kl. 8:30 á laugardagsmorgun og var spilað á 4 völlum og lauk því um kl. 14:30 á sunnudaginn.
Á laugardagskvöldinu var haldið diskótek fyrir hópinn þar sem þau skemmtu sér greinilega vel og einhver orka var greinilega eftir miðað
við dansinn og sönginn hjá þeim.