Nú um helgina
verður fjögurra liða æfingamót í KA heimilinu fyrir meistaraflokk kvenna í handknattleik. KA/Þór heldur mótið í samstarfi
við Norðlenska og að sjálfsögðu kallast mótið Opna Norðlenska.
Frá KA/Þór verða tvö lið í mótinu en auk þeirra mæta lið frá Fylki og Aftureldingu. Mótið hefst með tveim leikjum á föstudag og síðan verða fjórir leikir á laugardaginn. Leikjaniðurröðun og tímasetningar eru sem hér segir:
Föstudagur 7. sept. kl. 19:00 KA/Þór1 - Afturelding
Föstudagur 7. sept. kl. 20:15 KA/Þór2 - Fylkir
Laugardagur 8. sept. kl. 11:00 Afturelding - Fylkir
Laugardagur 8. sept. kl. 12:15 KA/Þór 1 – KA/Þór 2
Laugardagur 8. sept. kl. 13:45 KA/Þór 2 - Afturelding
Laugardagur 8. sept. kl. 15:00 KA/Þór 1 - Fylkir
Mótinu lýkur síðan á laugardaginn með grillveislu í boði Norðlenska og hefst klukkan 18:00 í KA-heimilinu.
Norðlenska er einn helsti stuðningsaðili KA/Þór liðsins